Stendur á hátindi ferilsins Freyr Bjarnason skrifar 11. mars 2010 00:01 Sandra Bullock með Óskarsverðlaunin sem hún fékk fyrir hlutverk sitt í The Blind Side. nordicphotos/getty Sandra Bullock stendur á hátindi ferils síns eftir að hafa fengið Óskarinn fyrir hlutverk sitt í The Blind Side. Hún hefur ávallt notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum þrátt fyrir að gagnrýnendur hafi ekki ávallt verið sáttir við frammistöðu hennar. Sandra Bullock vakti fyrst athygli í hasarmynd Sylvester Stallone, Demolition Man. Hún sló rækilega í gegn í ofurtryllinum Speed á móti Keanu Reeves og lék í nokkrum vinsælum myndum í framhaldinu. Framhaldsmyndinni Speed 2 gekk aftur á móti hryllilega og næstu myndum Bullock gekk fremur illa í miðasölunni. Smám saman hefur hún þó fikrað sig upp á við. Tvær tekjuhæstu myndir hennar til þessa komu út í Bandaríkjunum í fyrra, The Proposal og The Blind Side, og segja má að hún sé loksins komin á toppinn á ferli sínum. 44 ára að aldri afsannar hún þá kenningu að eftir því sem konur eldast í Hollywood gangi þeim verr. Samkvæmt fyrirtækinu The Numbers, sem tekur saman aðsóknartölur vestanhafs, hafa myndir hennar náð inn 1,7 milljörðum dollara í miðasölunni og alls 3,1 milljarði um heim allan. Til marks um miklar vinsældir Bullock í heimalandinu hefur hún fimm sinnum hlotið People's Choice-verðlaunin sem vinsælasta leikkonan í Bandaríkjunum. Það hvernig hún tók á móti Razzies-skammarverðlaununum með glöðu geði fyrir floppið All About Steve degi áður en hún fékk Óskarinn var örugglega ekki til að draga úr vinsældum hennar. Razzie Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Sandra Bullock stendur á hátindi ferils síns eftir að hafa fengið Óskarinn fyrir hlutverk sitt í The Blind Side. Hún hefur ávallt notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum þrátt fyrir að gagnrýnendur hafi ekki ávallt verið sáttir við frammistöðu hennar. Sandra Bullock vakti fyrst athygli í hasarmynd Sylvester Stallone, Demolition Man. Hún sló rækilega í gegn í ofurtryllinum Speed á móti Keanu Reeves og lék í nokkrum vinsælum myndum í framhaldinu. Framhaldsmyndinni Speed 2 gekk aftur á móti hryllilega og næstu myndum Bullock gekk fremur illa í miðasölunni. Smám saman hefur hún þó fikrað sig upp á við. Tvær tekjuhæstu myndir hennar til þessa komu út í Bandaríkjunum í fyrra, The Proposal og The Blind Side, og segja má að hún sé loksins komin á toppinn á ferli sínum. 44 ára að aldri afsannar hún þá kenningu að eftir því sem konur eldast í Hollywood gangi þeim verr. Samkvæmt fyrirtækinu The Numbers, sem tekur saman aðsóknartölur vestanhafs, hafa myndir hennar náð inn 1,7 milljörðum dollara í miðasölunni og alls 3,1 milljarði um heim allan. Til marks um miklar vinsældir Bullock í heimalandinu hefur hún fimm sinnum hlotið People's Choice-verðlaunin sem vinsælasta leikkonan í Bandaríkjunum. Það hvernig hún tók á móti Razzies-skammarverðlaununum með glöðu geði fyrir floppið All About Steve degi áður en hún fékk Óskarinn var örugglega ekki til að draga úr vinsældum hennar.
Razzie Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein