Baráttuglaður Webber féll af toppnum 14. júní 2010 10:45 Mark Webber ræðir við Stefano Domenicali hjá Ferrari í Kanada í gær. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull tapaði stigaforystunni í Formúlu 1 til Lewis Hamilton eftir mótið í Kanada í gær. Hann náði aðeins fimmta sæti á meðan Hamilton vann í tvöföldum sigri McLaren, en Jenson Button fylgdi í kjölfar hans. Webber fékk fimm sæta refsingu fyrir að skipta um gírkassa fyrir mótið og var færður úr öðru sæti í það sjöunda fyrir ræsingu. "Við gerðum okkar besta varðandi keppnisáætlun og notkun á hörðum og mjúkum dekkjum. Tilfinningar mínar eru blendnar. Ég fékk refsingu fyrir mótið, en byrjaði svo mótið vel. Ég tók nokkuð á dekkjunum og það þýddi að ég lenti í vandræðum með þau fyrr en ella", sagði Webber í samtali við BBC eftir mótið, en autosport.com greindi frá þessu. Webber leiddi mótið í Kanada lengi vel, en Hamilton náði að skáka honum og fleiri ökumenn áður en yfir lauk. "Ég fylgdist með bilinu á milli mín og Lewis og ég reyndi að keyra jafnt og þétt. Það var ómögulegt að halda dekkjunum ánægðum... þau slitnuðu bara sama hver hraðinn var. Þetta kom ekkert á óvart að Lewis nái mér og fleiri. Það hefði verið gott að enda ofar. Mikið langaði í kampavín í dag, en það gekk ekki upp", sagði Webber. Stigastaðan 1. Lewis Hamilton 109 2 Jenson Button 106 3 Mark Webber 103 4 Fernando Alonso 94 5 Sebastian Vettel 90 6 Nico Rosberg 74 7 Robert Kubica 73 8 Felipe Massa 67 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull tapaði stigaforystunni í Formúlu 1 til Lewis Hamilton eftir mótið í Kanada í gær. Hann náði aðeins fimmta sæti á meðan Hamilton vann í tvöföldum sigri McLaren, en Jenson Button fylgdi í kjölfar hans. Webber fékk fimm sæta refsingu fyrir að skipta um gírkassa fyrir mótið og var færður úr öðru sæti í það sjöunda fyrir ræsingu. "Við gerðum okkar besta varðandi keppnisáætlun og notkun á hörðum og mjúkum dekkjum. Tilfinningar mínar eru blendnar. Ég fékk refsingu fyrir mótið, en byrjaði svo mótið vel. Ég tók nokkuð á dekkjunum og það þýddi að ég lenti í vandræðum með þau fyrr en ella", sagði Webber í samtali við BBC eftir mótið, en autosport.com greindi frá þessu. Webber leiddi mótið í Kanada lengi vel, en Hamilton náði að skáka honum og fleiri ökumenn áður en yfir lauk. "Ég fylgdist með bilinu á milli mín og Lewis og ég reyndi að keyra jafnt og þétt. Það var ómögulegt að halda dekkjunum ánægðum... þau slitnuðu bara sama hver hraðinn var. Þetta kom ekkert á óvart að Lewis nái mér og fleiri. Það hefði verið gott að enda ofar. Mikið langaði í kampavín í dag, en það gekk ekki upp", sagði Webber. Stigastaðan 1. Lewis Hamilton 109 2 Jenson Button 106 3 Mark Webber 103 4 Fernando Alonso 94 5 Sebastian Vettel 90 6 Nico Rosberg 74 7 Robert Kubica 73 8 Felipe Massa 67
Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira