Klúðruðu milljarðakröfu gegn Stím-feðgum - málið ekki dómtækt Valur Grettisson skrifar 19. október 2010 17:06 Héraðsdómur Reykjavíkur. Mál Landsbankans gegn eignarhaldsfélögum í eigu feðganna Flosa Valgeirs Jakobssonar og sonar hans, Jakobs Valgeirs Flosasonar, var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem málið þótti ekki dómtækt vegna óljósrar stefnu. Bankinn krafðist upprunalega rúmlega 10 milljónir svissneskra franka af félögunum, sem reiknast um 1,2 milljarður á núverandi gengi. Um er að ræða einkamál sem bankinn höfðaði gegn félagi sem heitir JV ehf., en hét áður Jakob Valgeir ehf., og er í Bolungarvík. Þá var Ofjarli ehf., sem er í eigu Flosa, og eignarhaldsfélaginu Gafli einnig stefnt í október 2009. Einkamálið var höfðað vegna lána sem útgerð þeirra feðga í Bolungarvík tók í erlendri mynt, það er að segja í svissneskum frönkum. Lánið tvöfaldaðist eftir að krónan féll og á þeim forsendum mótmæltu feðgarnir kröfu Landsbankans. Félögin Ofjarl og Gafl, gengust í ábyrgð fyrir lánið. Dómur féll í málinu í dag og var málinu vísað frá vegna þess að það þótti ekki dómtækt og var „óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi" eins og segir orðrétt í dóminum. Ástæðan fyrir því að mál Landsbankans var svona óljóst var vegna þess að bankinn breytti kröfugerð sinni í miðjum málaferlum. Lögmaður feðganna mótmælti nýju kröfugerðinni og taldi hana koma of seint fram. Þá segir orðrétt í úrskurðinum: „Í hinni nýju kröfugerð stefnanda eru gerðar kröfur á hendur „stefnda" án þess að getið sé við hvern af hinum þremur stefndu í málinu sé átt við. Ekki er gerð krafa um greiðslu in solidum eins og gert var í stefnu enda á það vart við þar sem stefnda er getið í eintölu í nýju kröfugerðinni. Af hálfu stefnanda hefur ekki komið fram að hann óski eftir að falla frá málinu á hendur einhverjum stefndu. Þvert á móti ber yfirskrift skjals er inniheldur hina breyttu kröfugerð með sér að málið sé á hendur hinum þremur stefndu einkahlutafélögum." Jakob Valgeir komst fyrst í fréttirnar stuttu eftir bankahrunið 2008 vegna tengsla sinna við eignarhaldsfélagið Stím ehf. Það félag er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara auk þess sem það er veigamikill þáttur í stefnu Glitnis gegn Jóni Ásgeir Jóhannessyni og aðilum tengdum honum í einkamáli bankans gegn þeim í New York. Stímfeðgarnir Jakob Valgeir og Flosi hafa átt í rekstrarerfiðleikum með útgerðarfélag sitt Jakob Valgeir ehf., þrátt fyrir að hafa flutt línuskipið Þorlák og 40 prósent af kvóta skipsins af gamalli kennitölu yfir á aðra kennitölu í upphafi síðasta árs. Stím málið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Mál Landsbankans gegn eignarhaldsfélögum í eigu feðganna Flosa Valgeirs Jakobssonar og sonar hans, Jakobs Valgeirs Flosasonar, var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag þar sem málið þótti ekki dómtækt vegna óljósrar stefnu. Bankinn krafðist upprunalega rúmlega 10 milljónir svissneskra franka af félögunum, sem reiknast um 1,2 milljarður á núverandi gengi. Um er að ræða einkamál sem bankinn höfðaði gegn félagi sem heitir JV ehf., en hét áður Jakob Valgeir ehf., og er í Bolungarvík. Þá var Ofjarli ehf., sem er í eigu Flosa, og eignarhaldsfélaginu Gafli einnig stefnt í október 2009. Einkamálið var höfðað vegna lána sem útgerð þeirra feðga í Bolungarvík tók í erlendri mynt, það er að segja í svissneskum frönkum. Lánið tvöfaldaðist eftir að krónan féll og á þeim forsendum mótmæltu feðgarnir kröfu Landsbankans. Félögin Ofjarl og Gafl, gengust í ábyrgð fyrir lánið. Dómur féll í málinu í dag og var málinu vísað frá vegna þess að það þótti ekki dómtækt og var „óhjákvæmilegt að vísa málinu sjálfkrafa frá dómi" eins og segir orðrétt í dóminum. Ástæðan fyrir því að mál Landsbankans var svona óljóst var vegna þess að bankinn breytti kröfugerð sinni í miðjum málaferlum. Lögmaður feðganna mótmælti nýju kröfugerðinni og taldi hana koma of seint fram. Þá segir orðrétt í úrskurðinum: „Í hinni nýju kröfugerð stefnanda eru gerðar kröfur á hendur „stefnda" án þess að getið sé við hvern af hinum þremur stefndu í málinu sé átt við. Ekki er gerð krafa um greiðslu in solidum eins og gert var í stefnu enda á það vart við þar sem stefnda er getið í eintölu í nýju kröfugerðinni. Af hálfu stefnanda hefur ekki komið fram að hann óski eftir að falla frá málinu á hendur einhverjum stefndu. Þvert á móti ber yfirskrift skjals er inniheldur hina breyttu kröfugerð með sér að málið sé á hendur hinum þremur stefndu einkahlutafélögum." Jakob Valgeir komst fyrst í fréttirnar stuttu eftir bankahrunið 2008 vegna tengsla sinna við eignarhaldsfélagið Stím ehf. Það félag er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara auk þess sem það er veigamikill þáttur í stefnu Glitnis gegn Jóni Ásgeir Jóhannessyni og aðilum tengdum honum í einkamáli bankans gegn þeim í New York. Stímfeðgarnir Jakob Valgeir og Flosi hafa átt í rekstrarerfiðleikum með útgerðarfélag sitt Jakob Valgeir ehf., þrátt fyrir að hafa flutt línuskipið Þorlák og 40 prósent af kvóta skipsins af gamalli kennitölu yfir á aðra kennitölu í upphafi síðasta árs.
Stím málið Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira