Sport

Ming er úr leik út tímabilið - Houston vill losa sig við kínverska risann

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Yao Ming ræðir hér við fréttamenn á æfingu hjá Houston.
Yao Ming ræðir hér við fréttamenn á æfingu hjá Houston. AP

Kínverski miðherjinn Yao Ming mun ekki leika fleiri leiki á tímabilinu með Houston Rockets í NBA deildinnni í körfuknattleik vegna meiðsla í ökkla. Ming, sem er 2.29 metrar á hæð, hefur lítið leikið með Houston á undanförnum misserum vegna meiðsla. Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla eru forráðamenn Houston að skoða þann möguleika að láta Ming fara frá félaginu í leikmannaskiptum.

Samningur Ming við félagið rennur út næsta sumar en hann fær um 2 milljarða kr. í laun á þessu tímabili og er hann langlaunahæsti leikmaður Houston.

Flóknar reglur NBA deildarinnar um launaþak hjá liðum og aðrar reglur sem snúa að tryggingamálum gætu gert það verkum að Ming yrði vænlegur kostur fyrir sum NBA lið - þrátt fyrir að hann sé meiddur.

Eins og áður segir er Ming launhæsti leikmaður Houston en hann er í attunda sæti yfir launahæstu leikmenn NBA deildarinnar.

Kobe Bryant hjá LA Lakers er efstur á þeim lista með 2,9 milljarða kr. í árslaun, Rashard Lewis sem nýverið fór til Washington í leikmannaskiptum frá Orlando er annar með um 2,4 milljarða kr. í árslaun, Kevin Garnett hjá Boston er þriðji með 2,1 milljarð kr.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×