Viðskipti innlent

Lánuðu milljarða til kaupa á Högum

ein verslana hagkaupa Kaupþing veitti eigendum Hagkaupa þrjátíu milljarða til að koma félagi sínu í var og gera upp við bankann. Fréttablaðið/vilhelm
ein verslana hagkaupa Kaupþing veitti eigendum Hagkaupa þrjátíu milljarða til að koma félagi sínu í var og gera upp við bankann. Fréttablaðið/vilhelm
Tvö félög Bónusfjölskyldunnar, Baugur Group og Gaumur, voru komin í fjárhagsvanda snemma árs 2008 og lá fyrir að Baugur gæti ekki staðið við skuldbindingar sínar í mars 2008 án fjárhagsaðstoðar. Þá var eigið fé Gaums neikvætt.

Kaupþing kom með tvær lausnir. Önnur miðaði að því að skylda Baug til að selja hluti í bresku félögunum Jane Norman og Booker. Þar sem markaðsaðstæður voru slæmar varð Kaupþing að kaupa þær. Hin fólst í að selja Haga til Gaums með 30,6 milljarða láni frá Kaupþingi.

Þetta er eitt dæmi af mörgum um hjálp bankana við stóra viðskiptavini með það fyrir augum að forða þeim frá falli og koma í veg fyrir að áhrifa þess gætti í lánabókum bankanna.

- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×