Jóla- og áramótaförðunin: Ferskt og fínt yfir hátíðarnar 21. desember 2010 06:00 Jólaförðunin í ár einkennist af dökkum vörum og bleikum kinnum. Föstudagur fékk Hörpu Káradóttur hjá Mac til að sýna lesendum hvernig hægt er að farða sig um hátíðarnar og hvaða straumar og stefnur eru ráðandi um þessar mundir í förðun. Það er ágætt að hafa nokkur góð ráð bak við eyrað þegar síðustu tvær vikur ársins ganga í garð enda yfirleitt þétt dagskrá hjá flestum. Jólin Í jólaförðuninni vildi Harpa meina að dökkar varir og ljós augu með svörtum augnblýanti væri hátíðleg samsetning. „Ef maður vill verða fínn augabragði er dökkur varalitur besta leiðin," segir Harpa en hún notaði líka bleikan kinnalit og gerviaugnahár til að ná fram bæði fersku og fínu útliti. Eins og sjá má á myndinni er fyrirsætan, Eydís Helena Evensen frá Elite Models, með fallega fiskifléttu en hinar ýmsu fléttugreiðslur eru flottar og auðveldar í framkvæmd.Áramótin „Það er alltaf eitthvað við áramótin sem gerir það að verkum að maður vill vera fínni þá en aðra daga. Kannski setja á sig smá glimmer, en passa að ofgera því ekki," segir Harpa en í áramótaförðuninni gerði hún dökk augu með glansandi áferð og smá glimmeri. Svartur augnblýantur og gerviaugnahár setja svo punktinn yfir i-ið en Harpa notaði ljósbleikan varalit sem passar vel við augun.Augnahár eru ómissandi eign yfir hátíðarnar.Hin ýmsu blæbrigði af rauðum lit henta á varirnar um hátíðarnar.Alltaf að velja ljósari lit fremur en dökkan.Bleikir og ferskjulitaðir tónar gefa hressandi yfirbragð.Augnskuggar með glimmeráferð eru alltaf vinsælir um áramót.Kinnalitir eru vinsælir í ár og um að gera að nota nýja litatóna á borð við þessa bleiku yfir hátíðirnar. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Föstudagur fékk Hörpu Káradóttur hjá Mac til að sýna lesendum hvernig hægt er að farða sig um hátíðarnar og hvaða straumar og stefnur eru ráðandi um þessar mundir í förðun. Það er ágætt að hafa nokkur góð ráð bak við eyrað þegar síðustu tvær vikur ársins ganga í garð enda yfirleitt þétt dagskrá hjá flestum. Jólin Í jólaförðuninni vildi Harpa meina að dökkar varir og ljós augu með svörtum augnblýanti væri hátíðleg samsetning. „Ef maður vill verða fínn augabragði er dökkur varalitur besta leiðin," segir Harpa en hún notaði líka bleikan kinnalit og gerviaugnahár til að ná fram bæði fersku og fínu útliti. Eins og sjá má á myndinni er fyrirsætan, Eydís Helena Evensen frá Elite Models, með fallega fiskifléttu en hinar ýmsu fléttugreiðslur eru flottar og auðveldar í framkvæmd.Áramótin „Það er alltaf eitthvað við áramótin sem gerir það að verkum að maður vill vera fínni þá en aðra daga. Kannski setja á sig smá glimmer, en passa að ofgera því ekki," segir Harpa en í áramótaförðuninni gerði hún dökk augu með glansandi áferð og smá glimmeri. Svartur augnblýantur og gerviaugnahár setja svo punktinn yfir i-ið en Harpa notaði ljósbleikan varalit sem passar vel við augun.Augnahár eru ómissandi eign yfir hátíðarnar.Hin ýmsu blæbrigði af rauðum lit henta á varirnar um hátíðarnar.Alltaf að velja ljósari lit fremur en dökkan.Bleikir og ferskjulitaðir tónar gefa hressandi yfirbragð.Augnskuggar með glimmeráferð eru alltaf vinsælir um áramót.Kinnalitir eru vinsælir í ár og um að gera að nota nýja litatóna á borð við þessa bleiku yfir hátíðirnar.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira