Veruleg vandræði Valdísar Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. júlí 2010 09:30 Valdís á vellinum í gær. Mynd/Valur Jónatansson Það var þungt hljóð í ríkjandi Íslandsmeistara eftir annan hringinn í Kiðjabergi í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði hringinn á 83 höggum, tólf yfir pari vallarins. „Það gengur bara ekki neitt upp hjá mér,“ sagði Valdís, sem fékk meðal annars tvo tvöfalda skolla. Hún er samtals á átján höggum á yfir pari. „Ég var að slá virkilega illa en ef ég á að taka eitthvað eitt út þá eru það púttin. Það duttu einfaldlega engin pútt hjá mér,“ sagði Valdís sem vissi ekkert af hverju svona illa gengi. Hún játti því að það væri líklega það versta, að vita ekki hvað væri að. Hún viðurkenndi einnig að aðstæður, sem voru virkilega erfiðar í gær, hafi ekki hjálpað til. „En það þýðir ekkert að skýla sér á bakvið það,“ segir Valdís sem er átta höggum á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. „Þetta er ekkert búið og það getur allt gerst. Ég verð að fara að setja einhver pútt í en ég ætla bara að keyra þetta í gang,“ sagði Valdís ákveðin. Ólafía er með sömu forystu og eftir fyrsta daginn, þrjú högg. Hún endaði hringinn á sínum eina fugli í gær og er tíu höggum yfir pari eftir 36 holur. Berglind Björnsdóttir úr GR er áfram í öðru sætinu en hún lék eins og Ólafía á átta höggum yfir pari í gær. Nína Björk Geirsdóttir lék best í rokinu í gær, á sex höggum yfir pari. Hún er þar með komin upp í þriðja sætið. Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Það var þungt hljóð í ríkjandi Íslandsmeistara eftir annan hringinn í Kiðjabergi í gær. Valdís Þóra Jónsdóttir spilaði hringinn á 83 höggum, tólf yfir pari vallarins. „Það gengur bara ekki neitt upp hjá mér,“ sagði Valdís, sem fékk meðal annars tvo tvöfalda skolla. Hún er samtals á átján höggum á yfir pari. „Ég var að slá virkilega illa en ef ég á að taka eitthvað eitt út þá eru það púttin. Það duttu einfaldlega engin pútt hjá mér,“ sagði Valdís sem vissi ekkert af hverju svona illa gengi. Hún játti því að það væri líklega það versta, að vita ekki hvað væri að. Hún viðurkenndi einnig að aðstæður, sem voru virkilega erfiðar í gær, hafi ekki hjálpað til. „En það þýðir ekkert að skýla sér á bakvið það,“ segir Valdís sem er átta höggum á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. „Þetta er ekkert búið og það getur allt gerst. Ég verð að fara að setja einhver pútt í en ég ætla bara að keyra þetta í gang,“ sagði Valdís ákveðin. Ólafía er með sömu forystu og eftir fyrsta daginn, þrjú högg. Hún endaði hringinn á sínum eina fugli í gær og er tíu höggum yfir pari eftir 36 holur. Berglind Björnsdóttir úr GR er áfram í öðru sætinu en hún lék eins og Ólafía á átta höggum yfir pari í gær. Nína Björk Geirsdóttir lék best í rokinu í gær, á sex höggum yfir pari. Hún er þar með komin upp í þriðja sætið.
Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira