E-Label í TopShop á Íslandi 3. júní 2010 06:00 Ásta Kristjánsdóttir og Heba Hallgrímsdóttir, eigendur E-Label, hlakka til samstarfsins við TopShop hér á landi. Hönnunarmerkið E-Label verður fáanlegt í verslunum TopShop í Kringlunni og Smáralind frá og með deginum í dag. Í tilefni þess verður efnt til veislu í versluninni TopShop í Kringlunni klukkan 18.00 í kvöld og verður ný sumarlína E-Label frumsýnd við sama tækifæri. „Samstarf okkar við TopShop í London hefur gengið vonum framar og þess vegna fannst okkur kjörið að hefja einnig samstarf við TopShop hér á landi," segir Ásta Kristjánsdóttir, annar eigenda E-Label. Að sögn Ástu hefur gengi E-Label í TopShop í London verið afar gott og hefur merkið alltaf náð þeim sölumarkmiðum sem því er sett. „Af öllum þeim hönnuðum sem fengu inn á sama tíma, er E-Label eina merkið sem er enn eftir og við erum að sjálfsögðu mjög stolt af því." Ásta segist einnig hafa verið að skoða þann möguleika að hefja sölu á vörum E-Label í Þýskalandi innan skamms, en það á eftir að skýrast betur síðar. Í veislunni í kvöld verður sérstakur Volcano kjóll frá E-label frumsýndur, en hönnuðurinn Harpa Einarsdóttir hannaði línuna og var hún innblásin af gosinu í Eyjafjallajökli. Auk þess mun DJ Natalie leika ljúfa tóna, en til gamans má geta að hún er andlit nýrrar haustlínu E-label ásamt þremur öðrum föngulegum konum. Veislan hefst klukkan 18.00 og stendur til klukkan 20.00. - sm Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hönnunarmerkið E-Label verður fáanlegt í verslunum TopShop í Kringlunni og Smáralind frá og með deginum í dag. Í tilefni þess verður efnt til veislu í versluninni TopShop í Kringlunni klukkan 18.00 í kvöld og verður ný sumarlína E-Label frumsýnd við sama tækifæri. „Samstarf okkar við TopShop í London hefur gengið vonum framar og þess vegna fannst okkur kjörið að hefja einnig samstarf við TopShop hér á landi," segir Ásta Kristjánsdóttir, annar eigenda E-Label. Að sögn Ástu hefur gengi E-Label í TopShop í London verið afar gott og hefur merkið alltaf náð þeim sölumarkmiðum sem því er sett. „Af öllum þeim hönnuðum sem fengu inn á sama tíma, er E-Label eina merkið sem er enn eftir og við erum að sjálfsögðu mjög stolt af því." Ásta segist einnig hafa verið að skoða þann möguleika að hefja sölu á vörum E-Label í Þýskalandi innan skamms, en það á eftir að skýrast betur síðar. Í veislunni í kvöld verður sérstakur Volcano kjóll frá E-label frumsýndur, en hönnuðurinn Harpa Einarsdóttir hannaði línuna og var hún innblásin af gosinu í Eyjafjallajökli. Auk þess mun DJ Natalie leika ljúfa tóna, en til gamans má geta að hún er andlit nýrrar haustlínu E-label ásamt þremur öðrum föngulegum konum. Veislan hefst klukkan 18.00 og stendur til klukkan 20.00. - sm
Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira