Tiger Woods langt frá því að komast í gegnum niðurskurðinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. maí 2010 11:30 Tiger Woods brosti ekki mikið á 18.holunni á degi tvö. Mynd/AP Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Quail Hollow mótinu á PGA-mótaröðinni og fær því ekki þátttökurétt á tveimur síðustu keppnisdögunum. Tiger lék á níu höggum yfir pari og var mjög langt frá því að ná niðurskurðinum sem var miðaður við eitt högg yfir par. Tiger hafði aðeins fimm sinnum áður mistekist að komast í gegnum niðurskurð á atvinnumannaferlinum en hann átti skelfilegan annan dag. Það má segja að leikur Tiger hafi hrunið á síðustu níu holunum þar sem að hann tapaði sjö höggum og lék holurnar níu á 43 höggum. Tiger lenti meðal annars í því að þríputta tvær holur í röð og fá skolla á þeim báðum, hann fékk líka þrjá skolla í röð og tvo skramba í röð. Tiger hafði ekki leikið verri hring síðan árið 2002. „Þetta fór bara svona," sagði Tiger Woods við blaðamenn eftir hringinn. „Hvað sem þetta var þá var þetta ekki nógu gott. Þú verður samt bara að skilja þetta eftir á vellinum. Þetta var slæmur dagur en sem betur fer er nýtt mót í næstu viku," sagði Tiger. Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Quail Hollow mótinu á PGA-mótaröðinni og fær því ekki þátttökurétt á tveimur síðustu keppnisdögunum. Tiger lék á níu höggum yfir pari og var mjög langt frá því að ná niðurskurðinum sem var miðaður við eitt högg yfir par. Tiger hafði aðeins fimm sinnum áður mistekist að komast í gegnum niðurskurð á atvinnumannaferlinum en hann átti skelfilegan annan dag. Það má segja að leikur Tiger hafi hrunið á síðustu níu holunum þar sem að hann tapaði sjö höggum og lék holurnar níu á 43 höggum. Tiger lenti meðal annars í því að þríputta tvær holur í röð og fá skolla á þeim báðum, hann fékk líka þrjá skolla í röð og tvo skramba í röð. Tiger hafði ekki leikið verri hring síðan árið 2002. „Þetta fór bara svona," sagði Tiger Woods við blaðamenn eftir hringinn. „Hvað sem þetta var þá var þetta ekki nógu gott. Þú verður samt bara að skilja þetta eftir á vellinum. Þetta var slæmur dagur en sem betur fer er nýtt mót í næstu viku," sagði Tiger.
Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira