Snú, snú Sigurður Árni Þórðarson skrifar 30. nóvember 2010 04:00 Snýrðu aftur eða fram? Snýrðu baki og bossa í framtíðina? Fólk, sem hefur lent í lífsháska eða upplifað eitthvað sérstakt, nær stundum ekki að sleppa og halda lífinu áfram. Það er klossfast í fortíð og ferðafélagar þess eru bakþankar, eftirsjá og líka kvíði. Ætlum við að ganga afturábak inn í framtíðina eða í manndómi okkar að snúa okkur og opna fyrir nýja möguleika? Fortíð er mikilvæg og enginn ætti að slíta sig algerlega frá sið og sögu, hvorki menningarlega né persónulega. Það er einfeldnisleg afstaða hrokans. En ógagnrýnin fortíðardýrkun verður jafnan til að draga úr lífsgæðum og hamingju í nútíð og framtíð. Allir ættu að æfa sig í að lifa í augnablikinu, njóta alls þess sem okkur er gefið, hver annars, tækifæra, litbrigða, orða og upplifana. En þau, sem lifa bara í núinu og án nokkurra tengsla við fortíð eða framtíð, munu örugglega stranda á einhverju skeri og slasast illa. Skýjaglópar, sem eru bara uppteknir af draumum og framtíðinni, munu brotlenda líka. Öfgar meiða. Við erum vissulega oftast hrædd við hið óþekkta og þurfum að opna. Flest dröslumst við líka með einhver áföll úr fortíðinni, sem við megum gjarnan sleppa og losna við. Mörg okkar eru hamin af verkum eða vitleysu, sem við ættum að segja upp og láta gossa. Að bakka inn í framtíð og horfa aðeins til baka skerðir lífsgæði og fer illa með gleði. Íslendingar eiga líkt söguskema og Ísraelsþjóðin. Ísrael var vissulega Guðs valdi lýður en Íslendingar Guðs kaldi lýður. Við hugsum mikið um hrun og kreppur fortíðar og erum jafnvel heltekin af Sögunni. Hvað gerum við nú? Tími er meira fortíð. Aðventan er tími opnunar, þegar fortíð fær að vera þátíð og framtíðin opnast. Aðventa er tíð viðsnúnings og þar með vonar. Guð kristninnar er ekki pínulítill guð siðar og fortíðar heldur kemur úr framtíð. Boðskapur lífsins er: Snú þú ásjónu þinni til framtíðarinnar. Þú þarft ekki að óttast það sem verður. Ljósið kemur líka til þín. Verkefni allra manna er að leita hófstillingar og jafnvægis. Hugsa þú um æviveg þinn. Hvernig væri að hugsa framþanka í stað bakþanka, vona í stað kvíða? Snúðu þér við. Framtíðin finnur þig ekki í fortíð heldur aðeins í núinu. Aðventa merkir að framtíðin vill faðma þig núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun
Snýrðu aftur eða fram? Snýrðu baki og bossa í framtíðina? Fólk, sem hefur lent í lífsháska eða upplifað eitthvað sérstakt, nær stundum ekki að sleppa og halda lífinu áfram. Það er klossfast í fortíð og ferðafélagar þess eru bakþankar, eftirsjá og líka kvíði. Ætlum við að ganga afturábak inn í framtíðina eða í manndómi okkar að snúa okkur og opna fyrir nýja möguleika? Fortíð er mikilvæg og enginn ætti að slíta sig algerlega frá sið og sögu, hvorki menningarlega né persónulega. Það er einfeldnisleg afstaða hrokans. En ógagnrýnin fortíðardýrkun verður jafnan til að draga úr lífsgæðum og hamingju í nútíð og framtíð. Allir ættu að æfa sig í að lifa í augnablikinu, njóta alls þess sem okkur er gefið, hver annars, tækifæra, litbrigða, orða og upplifana. En þau, sem lifa bara í núinu og án nokkurra tengsla við fortíð eða framtíð, munu örugglega stranda á einhverju skeri og slasast illa. Skýjaglópar, sem eru bara uppteknir af draumum og framtíðinni, munu brotlenda líka. Öfgar meiða. Við erum vissulega oftast hrædd við hið óþekkta og þurfum að opna. Flest dröslumst við líka með einhver áföll úr fortíðinni, sem við megum gjarnan sleppa og losna við. Mörg okkar eru hamin af verkum eða vitleysu, sem við ættum að segja upp og láta gossa. Að bakka inn í framtíð og horfa aðeins til baka skerðir lífsgæði og fer illa með gleði. Íslendingar eiga líkt söguskema og Ísraelsþjóðin. Ísrael var vissulega Guðs valdi lýður en Íslendingar Guðs kaldi lýður. Við hugsum mikið um hrun og kreppur fortíðar og erum jafnvel heltekin af Sögunni. Hvað gerum við nú? Tími er meira fortíð. Aðventan er tími opnunar, þegar fortíð fær að vera þátíð og framtíðin opnast. Aðventa er tíð viðsnúnings og þar með vonar. Guð kristninnar er ekki pínulítill guð siðar og fortíðar heldur kemur úr framtíð. Boðskapur lífsins er: Snú þú ásjónu þinni til framtíðarinnar. Þú þarft ekki að óttast það sem verður. Ljósið kemur líka til þín. Verkefni allra manna er að leita hófstillingar og jafnvægis. Hugsa þú um æviveg þinn. Hvernig væri að hugsa framþanka í stað bakþanka, vona í stað kvíða? Snúðu þér við. Framtíðin finnur þig ekki í fortíð heldur aðeins í núinu. Aðventa merkir að framtíðin vill faðma þig núna.