Saga sjálftökunnar Bergsteinn Sigurðsson skrifar 22. febrúar 2010 06:00 Á dögunum var greint frá því að Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og núverandi háskólakennari, hafi verið fenginn til að rita sögu Seðlabanka Íslands og fékk fyrir það um fimm milljónir króna. Jón segist halda að leitað hafi verið til hans vegna þess að hann hafi áður skrifað bækur og nýlega haft aðgang að trúnaðarmálum bankans sem starfsmaður. Á það hefur verið bent að síðarnefnda atriðið hefði eitt og sér átt að útiloka hann sem söguritara Seðlabankans; betur færi á að einhver utanaðkomandi væri ráðinn til starfans, helst sagnfræðingur sem byggi yfir meiri reynslu á sviði sagnaritunar en Jón. Á þeim er ekki hörgull. Jón svaraði þessum athugasemdum á heimasíðu sinni á Pressunni. Þar kemur fram að ritið sé hugsað sem yfirlitsrit fyrir almenning. Kaflar fjalli um sérstök svið starfseminnar og nokkur mikilvægustu fyrirbæri seðlabankafræða séu kynnt lauslega. Jón klykkir út með því að hann leggi „auðvitað ekki mat á ákvarðanir bankastjórnar og ekki er ég dómari um eigið verk". Þetta er sérkennileg söguspeki hjá sagnfræðimenntuðum manni, jafnvel þótt prófið sé að verða 40 ára gamalt; leitun er að sagnfræðingi sem telur það ekki í sínum verkahring að leggja heildstætt mat á viðfangsefni sitt. Það mat birtist til dæmis í efnistökum og áherslum - um hvað er fjallað og ekki síst um hvað er ekki fjallað. Jón hefur sagt að hann hafi verið ráðinn vegna aðgangs síns að trúnaðarmálum bankans. Þá vaknar sú spurning hvort það sé eitthvað af þeim gögnum sem fyrrverandi seðlabankastjóri hefur sérstakan hag af því að birtist ekki í sögu Seðlabankans. Hver á að meta það annar en hann sjálfur? Jón hefur líka gert grein fyrir launum sínum. Kveðst hann hafa fengið því sem nemur nærri launum framhaldsskólakennara í þá 16 mánuði sem það tók hann að vinna verkið, „en ég lagði ekki mat á það, enda verkefnisvinna í hlutastarfi og skil á mína ábyrgð". Er eitthvað í sambandi við þessa bók sem Jón lagði mat á? Ef hann hefði lagt mat á launin hefði mögulega runnið upp fyrir honum að þar sem þau námu fullu kaupi framhaldsskólakennara, væri kannski æskilegt að hann sinnti verkinu í fullu starfi. Ofan á þetta bætist við að áhöld eru um hvort það standist lög að opinber stofnun ráðist í svona verk án útboðs. Með öðrum orðum lyktar þetta mál bæði af sérhygli og flaustri. En það er kannski bara viðeigandi þegar Seðlabanki Íslands á í hlut. Svona í ljósi sögunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun
Á dögunum var greint frá því að Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og núverandi háskólakennari, hafi verið fenginn til að rita sögu Seðlabanka Íslands og fékk fyrir það um fimm milljónir króna. Jón segist halda að leitað hafi verið til hans vegna þess að hann hafi áður skrifað bækur og nýlega haft aðgang að trúnaðarmálum bankans sem starfsmaður. Á það hefur verið bent að síðarnefnda atriðið hefði eitt og sér átt að útiloka hann sem söguritara Seðlabankans; betur færi á að einhver utanaðkomandi væri ráðinn til starfans, helst sagnfræðingur sem byggi yfir meiri reynslu á sviði sagnaritunar en Jón. Á þeim er ekki hörgull. Jón svaraði þessum athugasemdum á heimasíðu sinni á Pressunni. Þar kemur fram að ritið sé hugsað sem yfirlitsrit fyrir almenning. Kaflar fjalli um sérstök svið starfseminnar og nokkur mikilvægustu fyrirbæri seðlabankafræða séu kynnt lauslega. Jón klykkir út með því að hann leggi „auðvitað ekki mat á ákvarðanir bankastjórnar og ekki er ég dómari um eigið verk". Þetta er sérkennileg söguspeki hjá sagnfræðimenntuðum manni, jafnvel þótt prófið sé að verða 40 ára gamalt; leitun er að sagnfræðingi sem telur það ekki í sínum verkahring að leggja heildstætt mat á viðfangsefni sitt. Það mat birtist til dæmis í efnistökum og áherslum - um hvað er fjallað og ekki síst um hvað er ekki fjallað. Jón hefur sagt að hann hafi verið ráðinn vegna aðgangs síns að trúnaðarmálum bankans. Þá vaknar sú spurning hvort það sé eitthvað af þeim gögnum sem fyrrverandi seðlabankastjóri hefur sérstakan hag af því að birtist ekki í sögu Seðlabankans. Hver á að meta það annar en hann sjálfur? Jón hefur líka gert grein fyrir launum sínum. Kveðst hann hafa fengið því sem nemur nærri launum framhaldsskólakennara í þá 16 mánuði sem það tók hann að vinna verkið, „en ég lagði ekki mat á það, enda verkefnisvinna í hlutastarfi og skil á mína ábyrgð". Er eitthvað í sambandi við þessa bók sem Jón lagði mat á? Ef hann hefði lagt mat á launin hefði mögulega runnið upp fyrir honum að þar sem þau námu fullu kaupi framhaldsskólakennara, væri kannski æskilegt að hann sinnti verkinu í fullu starfi. Ofan á þetta bætist við að áhöld eru um hvort það standist lög að opinber stofnun ráðist í svona verk án útboðs. Með öðrum orðum lyktar þetta mál bæði af sérhygli og flaustri. En það er kannski bara viðeigandi þegar Seðlabanki Íslands á í hlut. Svona í ljósi sögunnar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun