Skottulækningar eru bannaðar Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. nóvember 2010 06:00 Til þess að hér geti orðið efnahagsbati og hagvöxtur á ný þarf að flýta úrlausn skuldavanda heimila og fyrirtækja án þess að það íþyngi ríkissjóði um of. Þetta er áréttað í tilkynningu sem Julie Kozack, nýr yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sendi frá sér í gær, í lok hálfsmánaðar fundalotu sendinefndarinnar með ráðamönnum hér vegna fjórðu endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands. Hingað til hafa þeir sem hæst hefur látið í um skuldavandann fundið frjóan svörð fyrir skoðanir sínar meðal þess fólk sem komið er í hvað mestar kröggur með sín fjármál. Það má hins vegar velta fyrir sér hversu ábyrgur þessi málflutningur hefur verið. Skottulækningar eru ekki bannaðar að ástæðulausu. Andalæknar, handayfirleggjarar, höfuðbeinalesarar og lithimnusérfræðingar eru nefnilega í kjörstöðu til þess að hagnýta sér örvæntingu dauðveikra. Örvæntingin getur stundum borið skynsemina ofurliði, jafnvel svo að fólk hafni meðulum sem kunna raunverulega að gera gagn. Ef til vill þyrfti líka að koma lögum yfir þá sem boða töfralausnir í efnahagsmálum því ítrekað skjóta aftur upp kollinum draugar sem kveðnir höfðu verið niður áður með góðum rökum. Má þar nefna drauga á borð við einhliða upptöku annarrar myntar og flata afskrift skulda. Síðan í ársbyrjun 2009 hefur reglulega þurft að árétta að almenn og flöt niðurfærsla skulda er vanhugsað og heimskulegt ráð sem kostar mikið og gagnast fáum. Veltir maður fyrir sér hvað þeim í raun gangi til sem enn eru að berja höfðinu við þann stein, sér í lagi eftir að kunn er sú niðurstaða sem sérfræðingahópur forsætisráðuneytisins reiknaði sig að fyrir helgi. Raunar er furðulegt að þurft hafi að hafa flötu afskriftirnar með í þeim útreikningum sem ráðist var í en ef til vill er það til marks um það endalausa rót sem virðist á efnahagsumræðunni. Og kannski ósanngjarnt að kvarta yfir aðgerðaleysi þegar taka þarf eitt skref aftur á bak í umræðunni fyrir hver tvö áfram. Þeir sem þekkja til barnauppeldis vita að börnin eiga ekki að fá að ráða ferðinni þótt þau séu önug og þreytt. Þá þarf rödd skynseminnar að koma annars staðar frá. Hér virðist hins vegar stundum sem hlaupið sé á eftir dyntum hræddrar og þreyttrar þjóðar. Óttinn við að einhver reki upp ramakvein má hins vegar ekki verða til þess að nauðsynlegar aðgerðir sitji á hakanum. Nú gengur ekki að tvístigið sé öllu lengur frammi fyrir valkostunum. Slá þarf töfralausnirnar endanlega út af borðinu og klára þau mál sem liggja fyrir, hvort sem það er endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja, endurreisn fjármálakerfisins, eða samningar um Icesave. Við þurfum að komast áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Til þess að hér geti orðið efnahagsbati og hagvöxtur á ný þarf að flýta úrlausn skuldavanda heimila og fyrirtækja án þess að það íþyngi ríkissjóði um of. Þetta er áréttað í tilkynningu sem Julie Kozack, nýr yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sendi frá sér í gær, í lok hálfsmánaðar fundalotu sendinefndarinnar með ráðamönnum hér vegna fjórðu endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands. Hingað til hafa þeir sem hæst hefur látið í um skuldavandann fundið frjóan svörð fyrir skoðanir sínar meðal þess fólk sem komið er í hvað mestar kröggur með sín fjármál. Það má hins vegar velta fyrir sér hversu ábyrgur þessi málflutningur hefur verið. Skottulækningar eru ekki bannaðar að ástæðulausu. Andalæknar, handayfirleggjarar, höfuðbeinalesarar og lithimnusérfræðingar eru nefnilega í kjörstöðu til þess að hagnýta sér örvæntingu dauðveikra. Örvæntingin getur stundum borið skynsemina ofurliði, jafnvel svo að fólk hafni meðulum sem kunna raunverulega að gera gagn. Ef til vill þyrfti líka að koma lögum yfir þá sem boða töfralausnir í efnahagsmálum því ítrekað skjóta aftur upp kollinum draugar sem kveðnir höfðu verið niður áður með góðum rökum. Má þar nefna drauga á borð við einhliða upptöku annarrar myntar og flata afskrift skulda. Síðan í ársbyrjun 2009 hefur reglulega þurft að árétta að almenn og flöt niðurfærsla skulda er vanhugsað og heimskulegt ráð sem kostar mikið og gagnast fáum. Veltir maður fyrir sér hvað þeim í raun gangi til sem enn eru að berja höfðinu við þann stein, sér í lagi eftir að kunn er sú niðurstaða sem sérfræðingahópur forsætisráðuneytisins reiknaði sig að fyrir helgi. Raunar er furðulegt að þurft hafi að hafa flötu afskriftirnar með í þeim útreikningum sem ráðist var í en ef til vill er það til marks um það endalausa rót sem virðist á efnahagsumræðunni. Og kannski ósanngjarnt að kvarta yfir aðgerðaleysi þegar taka þarf eitt skref aftur á bak í umræðunni fyrir hver tvö áfram. Þeir sem þekkja til barnauppeldis vita að börnin eiga ekki að fá að ráða ferðinni þótt þau séu önug og þreytt. Þá þarf rödd skynseminnar að koma annars staðar frá. Hér virðist hins vegar stundum sem hlaupið sé á eftir dyntum hræddrar og þreyttrar þjóðar. Óttinn við að einhver reki upp ramakvein má hins vegar ekki verða til þess að nauðsynlegar aðgerðir sitji á hakanum. Nú gengur ekki að tvístigið sé öllu lengur frammi fyrir valkostunum. Slá þarf töfralausnirnar endanlega út af borðinu og klára þau mál sem liggja fyrir, hvort sem það er endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja, endurreisn fjármálakerfisins, eða samningar um Icesave. Við þurfum að komast áfram.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun