Tiger mun keppa á Players Championship Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2010 18:01 Tiger Woods. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods hefur staðfest að hann muni keppa á Players Championship-mótinu sem fer fram í byrjun næsta mánaðar. Hann staðfesti fyrr í þessum mánuði að hann muni keppa á Quail Hollow-mótinu sem hefst í næstu viku en hann tók fram kylfurnar eftir nokkurra mánaða hlé þegar hann keppti á Masters-mótinu fyrr í þessum mánuði, fyrsta stórmóti ársins. Players telst ekki til stórmótanna fjögurra en er oft kallað fimmta stórmótið. Mótið er gríðarlega sterkt og veitir hæstu peningaverðlaun allra móta. „Við erum hæstánægðir með að geta bætt nafni Tiger Woods við keppnislistann á Players og erum sérstaklega þakklátir fyrir að hann hafi tilkynnt um þátttöku sína með svona góðum fyrirvara," sagði Jay Monahan, einn forráðamanna mótsins. Henrik Stenson fagnaði sigri á mótinu í fyrra en Woods hefur einu sinni áður sigrað á mótinu, árið 2001. Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods hefur staðfest að hann muni keppa á Players Championship-mótinu sem fer fram í byrjun næsta mánaðar. Hann staðfesti fyrr í þessum mánuði að hann muni keppa á Quail Hollow-mótinu sem hefst í næstu viku en hann tók fram kylfurnar eftir nokkurra mánaða hlé þegar hann keppti á Masters-mótinu fyrr í þessum mánuði, fyrsta stórmóti ársins. Players telst ekki til stórmótanna fjögurra en er oft kallað fimmta stórmótið. Mótið er gríðarlega sterkt og veitir hæstu peningaverðlaun allra móta. „Við erum hæstánægðir með að geta bætt nafni Tiger Woods við keppnislistann á Players og erum sérstaklega þakklátir fyrir að hann hafi tilkynnt um þátttöku sína með svona góðum fyrirvara," sagði Jay Monahan, einn forráðamanna mótsins. Henrik Stenson fagnaði sigri á mótinu í fyrra en Woods hefur einu sinni áður sigrað á mótinu, árið 2001.
Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira