Varla, því miður Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 2. nóvember 2010 06:00 Þingmenn Hreyfingarinnar og lausbeislaður hópur kenndur við tunnumótmæli, sem varaformaður Frjálslynda flokksins er í forsvari fyrir, hafa lagt til að mynduð verði utanþingsstjórn sem hafi það verkefni að leysa úr brýnustu vandamálum þjóðarinnar. Tunnumótmælendur segja þau mál vera skuldavanda heimilanna og vaxandi atvinnuleysi en Hreyfingin nefnir að auki að setja þurfi lágmarks framfærsluviðmið og ráðast í lýðræðisumbætur. Fjárlög eru líka á lista Hreyfingarinnar yfir verkefni utanþingsstjórnarinnar og báðar hreyfingar segja að endurskoða beri samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Að baki hugmyndum um utanþingsstjórn búa draumar um að hægt sé að leysa úr öllum helsta vanda þjóðarinnar með töfrabrögðum. Því miður ríma slíkir draumar ekki við veruleikann. Auðvitað væri óskandi að hægt væri að segja hókus pókus, burt með atvinnuleysið og skuldir heimilanna. Hér skal fullyrt að væri það hægt hefði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar gripið til þess ráðs. Þó að margt megi segja um stjórnina getur enginn maður með góðu móti sagt að hún sé hlynnt atvinnuleysi og óyfirstíganlegum skuldum. Hugmyndir Hreyfingarinnar og tunnufólksins ganga út á að færa stjórnmálin að hluta frá stjórnmálamönnunum og yfir til óskilgreinds hóps manna. Reyndar ekki alveg óskilgreinds því Hreyfingin vill að hann taki meðal annars mið af tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna um lausn bráðavanda skuldsettra heimila. Hreyfingin leggur sem sagt utanþingsstjórninni verkefnið í hendur og ætlast þá til að í hana veljist fólk sem telur tillögur Hagsmunasamtakanna færar og er tilbúið að fara að þeim. Gagnlegt væri fyrir stjórnina að fá sambærilegar leiðbeiningar um hvernig ráðast eigi gegn atvinnuleysinu. Sama á við um samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hvað þýðir að það eigi að endurskoða? Á að breyta efnahagsáætluninni eða hætta samstarfinu? Og hvað meinar Hreyfingin þegar hún nefnir fjárlög sem verkefni utanþingsstjórnar? Eins og áður sagði snúast tillögur um utanþingsstjórn að hluta til um flutning stjórnmálanna frá stjórnmálamönnunum. En aðeins að hluta. Löggjafarvaldið verður eftir sem áður í höndum Alþingis og 48. grein stjórnarskrárinnar, þar sem segir að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína, er í fullu gildi. Ætlast Hreyfingin og varaformaður Frjálslynda flokksins til þess að Alþingi greiði atkvæði með frumvörpum utanþingsstjórnarinnar með bundið fyrir augun? Á þingið að fá formlega stöðu sem afgreiðslustofnun framkvæmdarvaldsins? Tillögur um utanþingsstjórn eru ágætar til að sýna ímugust á ríkisstjórninni. En raunhæfar eru þær ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun
Þingmenn Hreyfingarinnar og lausbeislaður hópur kenndur við tunnumótmæli, sem varaformaður Frjálslynda flokksins er í forsvari fyrir, hafa lagt til að mynduð verði utanþingsstjórn sem hafi það verkefni að leysa úr brýnustu vandamálum þjóðarinnar. Tunnumótmælendur segja þau mál vera skuldavanda heimilanna og vaxandi atvinnuleysi en Hreyfingin nefnir að auki að setja þurfi lágmarks framfærsluviðmið og ráðast í lýðræðisumbætur. Fjárlög eru líka á lista Hreyfingarinnar yfir verkefni utanþingsstjórnarinnar og báðar hreyfingar segja að endurskoða beri samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Að baki hugmyndum um utanþingsstjórn búa draumar um að hægt sé að leysa úr öllum helsta vanda þjóðarinnar með töfrabrögðum. Því miður ríma slíkir draumar ekki við veruleikann. Auðvitað væri óskandi að hægt væri að segja hókus pókus, burt með atvinnuleysið og skuldir heimilanna. Hér skal fullyrt að væri það hægt hefði ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þegar gripið til þess ráðs. Þó að margt megi segja um stjórnina getur enginn maður með góðu móti sagt að hún sé hlynnt atvinnuleysi og óyfirstíganlegum skuldum. Hugmyndir Hreyfingarinnar og tunnufólksins ganga út á að færa stjórnmálin að hluta frá stjórnmálamönnunum og yfir til óskilgreinds hóps manna. Reyndar ekki alveg óskilgreinds því Hreyfingin vill að hann taki meðal annars mið af tillögum Hagsmunasamtaka heimilanna um lausn bráðavanda skuldsettra heimila. Hreyfingin leggur sem sagt utanþingsstjórninni verkefnið í hendur og ætlast þá til að í hana veljist fólk sem telur tillögur Hagsmunasamtakanna færar og er tilbúið að fara að þeim. Gagnlegt væri fyrir stjórnina að fá sambærilegar leiðbeiningar um hvernig ráðast eigi gegn atvinnuleysinu. Sama á við um samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hvað þýðir að það eigi að endurskoða? Á að breyta efnahagsáætluninni eða hætta samstarfinu? Og hvað meinar Hreyfingin þegar hún nefnir fjárlög sem verkefni utanþingsstjórnar? Eins og áður sagði snúast tillögur um utanþingsstjórn að hluta til um flutning stjórnmálanna frá stjórnmálamönnunum. En aðeins að hluta. Löggjafarvaldið verður eftir sem áður í höndum Alþingis og 48. grein stjórnarskrárinnar, þar sem segir að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína, er í fullu gildi. Ætlast Hreyfingin og varaformaður Frjálslynda flokksins til þess að Alþingi greiði atkvæði með frumvörpum utanþingsstjórnarinnar með bundið fyrir augun? Á þingið að fá formlega stöðu sem afgreiðslustofnun framkvæmdarvaldsins? Tillögur um utanþingsstjórn eru ágætar til að sýna ímugust á ríkisstjórninni. En raunhæfar eru þær ekki.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun