Innlent

Skaftárhlaupið nær hámarki síðdegis

Hlaupið var talsvert í Eldvatni en myndin er tekin frá brúnni.
Hlaupið var talsvert í Eldvatni en myndin er tekin frá brúnni.

Skaftárhlaupið úr eystri katlinum nær hámarki síðdegis eða í kvöld en áin er þegar farin að flæða yfir bakka sína. Áin flæddi meðal annars yfir bakka nærri bænum Skál og yfir veg nærri Hálendismiðstöðinni nærri Hólaskjóli.

Vatnsmagnið í hlaupinu er talsvert í ljósi þess að ekki er langt síðan hlaup varð í vestari katlinum.

Samkvæmt Kristjáni Má Unnarssyni, fréttamanni Stöðvar 2, þá náði hlaupið hámarki við Sveinstind snemma í morgun, sem er á hálendinu. Því er líklegt að vatnavextir nái hámarki síðdegis eða í kvöld.

Eldvatn.

Ekki er óttast að hlaupið muni valda miklum skaða. Myndatökumaður frá Stöð 2 var staddur við Eldvatn í morgun og tók meðfylgjandi mynd. Þar var vatnsmagnið orðið talsvert og aurinn mikill.

Skaftá kvíslast meðal annars ofan í Eldvatn sem svo rennur niður í Kúafljót en hluti hlaupsins fer fram hjá Kirkjubæjarklaustri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×