Glitnir horfði fram hjá feðgatengslum 17. apríl 2010 03:30 Karl Wernersson Stjórnarformaður Milestone var umsvifamikill í íslensku efnahagslífi fram að hruni. Tryggingafélagið Sjóvá var í fjárhagslegri rúst eftir aðkomu Karls og tengdra aðila að því. Fréttablaðið/GVA Þrátt fyrir skyldleika Werners Rasmussonar við Karl og Steingrím Wernerssyni skilgreindi lánanefnd Glitnis þá ekki sem slíka. Þegar félag bræðranna rauf skilmála við erlenda kröfuhafa veitti Glitnir tuttugu milljarða fyrirgreiðslu. Starfsmenn Glitnis virðast hafa hagað lánveitingum til Milestone og félaga tengdum bræðrunum Steingrími og Karli Wernerssona með það fyrir augum að hylja háa skuldastöðu félaganna við bankann. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Nefndin tekur það fram, að félag þeirra bræðra hafi verið í sífelldri fjárþörf á árabilinu 2007 til 2008 og hafi þeir sífellt leitað til Glitnis um fjárhagslega fyrirgreiðslu. Bræðurnir áttu 95 prósenta hlut í Milestone, sem var umsvifamikið í tryggingum, fjármálum, lyfjaframleiðslu og fasteignarekstri. Milestone átti fimmtungshlut í Glitni en seldi í kringum tvo þriðju hluta hans í mars 2007. Söluandvirðið nam á milli fimmtíu til sextíu milljörðum króna. Milestone átti sömuleiðis 5,9 prósenta hlut í lyfjafyrirtækinu Actavis, sem það seldi um svipað leyti og fékk fyrir hann um fimmtán milljarða króna. Fyrir féð keypti Milestone sænska bankann Invik & Co fyrir rúmar átta hundruð milljónir evra, jafnvirði sjötíu milljarða króna. Bandaríski fjárfestingarbankinn Morgan Stanley veitti lán til kaupa á þriðjungi bankans. Nokkrar tilfærslur urðu á félögum tengdum þeim Wernersbræðrum í tengslum við kaupin, svo sem í gegnum tryggingafélagið Sjóvá, sem heyrði undir Milestone-samstæðuna. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram, að í stað þess að lána Milestone-samstæðunni beint til reksturs og annarra hluta hafi lánanefnd Glitnis veitt þau til nýstofnaðra einkahlutafélaga í eigu aðila sem tengdust þeim bræðrum með óbeinum hætti. Eitt þeirra var einkahlutafélagið Svartháfur, sem var í eigu föður þeirra, Werners Rasmussonar. Svartháfur var einn af stærstu lántakendum Glitnis en ekki skilgreindur sem aðili tengdur Milestone-samstæðunni þrátt fyrir augljósan skyldleika. Einkahlutafélögin voru jafnframt notuð til að greiða upp skuldir Milestone erlendis. Í rannsóknarskýrslunni er skýrt tekið fram að þessi háttur hafi verið viðhafður til að halda lánveitingum utan samstæðu Milestone og lánanefnd Glitnis vitað af tengslunum. Lánveitingar til Milestone og tengdra aðila jukust verulega þegar harðna fór í ári á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008. Strax í febrúar 2008 sagði Morgan Stanley upp lánasamningi við félagið og komst reksturinn því í uppnám. Lánanefnd Glitnis ákvað því að auka lánveitingar verulega til félagsins. Í upphafi mánaðarins runnu 102 milljónir evra til félagsins en 180 í enda hans. Þetta jafngildir því að 282 milljónir evra, jafnvirði 21,6 milljarða króna á þávirði, hafi runnið úr sjóðum bankans til félaga þeirra Werners-bræðra á einum mánuði. jonab@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þrátt fyrir skyldleika Werners Rasmussonar við Karl og Steingrím Wernerssyni skilgreindi lánanefnd Glitnis þá ekki sem slíka. Þegar félag bræðranna rauf skilmála við erlenda kröfuhafa veitti Glitnir tuttugu milljarða fyrirgreiðslu. Starfsmenn Glitnis virðast hafa hagað lánveitingum til Milestone og félaga tengdum bræðrunum Steingrími og Karli Wernerssona með það fyrir augum að hylja háa skuldastöðu félaganna við bankann. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið. Nefndin tekur það fram, að félag þeirra bræðra hafi verið í sífelldri fjárþörf á árabilinu 2007 til 2008 og hafi þeir sífellt leitað til Glitnis um fjárhagslega fyrirgreiðslu. Bræðurnir áttu 95 prósenta hlut í Milestone, sem var umsvifamikið í tryggingum, fjármálum, lyfjaframleiðslu og fasteignarekstri. Milestone átti fimmtungshlut í Glitni en seldi í kringum tvo þriðju hluta hans í mars 2007. Söluandvirðið nam á milli fimmtíu til sextíu milljörðum króna. Milestone átti sömuleiðis 5,9 prósenta hlut í lyfjafyrirtækinu Actavis, sem það seldi um svipað leyti og fékk fyrir hann um fimmtán milljarða króna. Fyrir féð keypti Milestone sænska bankann Invik & Co fyrir rúmar átta hundruð milljónir evra, jafnvirði sjötíu milljarða króna. Bandaríski fjárfestingarbankinn Morgan Stanley veitti lán til kaupa á þriðjungi bankans. Nokkrar tilfærslur urðu á félögum tengdum þeim Wernersbræðrum í tengslum við kaupin, svo sem í gegnum tryggingafélagið Sjóvá, sem heyrði undir Milestone-samstæðuna. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram, að í stað þess að lána Milestone-samstæðunni beint til reksturs og annarra hluta hafi lánanefnd Glitnis veitt þau til nýstofnaðra einkahlutafélaga í eigu aðila sem tengdust þeim bræðrum með óbeinum hætti. Eitt þeirra var einkahlutafélagið Svartháfur, sem var í eigu föður þeirra, Werners Rasmussonar. Svartháfur var einn af stærstu lántakendum Glitnis en ekki skilgreindur sem aðili tengdur Milestone-samstæðunni þrátt fyrir augljósan skyldleika. Einkahlutafélögin voru jafnframt notuð til að greiða upp skuldir Milestone erlendis. Í rannsóknarskýrslunni er skýrt tekið fram að þessi háttur hafi verið viðhafður til að halda lánveitingum utan samstæðu Milestone og lánanefnd Glitnis vitað af tengslunum. Lánveitingar til Milestone og tengdra aðila jukust verulega þegar harðna fór í ári á alþjóðlegum fjármálamörkuðum árið 2008. Strax í febrúar 2008 sagði Morgan Stanley upp lánasamningi við félagið og komst reksturinn því í uppnám. Lánanefnd Glitnis ákvað því að auka lánveitingar verulega til félagsins. Í upphafi mánaðarins runnu 102 milljónir evra til félagsins en 180 í enda hans. Þetta jafngildir því að 282 milljónir evra, jafnvirði 21,6 milljarða króna á þávirði, hafi runnið úr sjóðum bankans til félaga þeirra Werners-bræðra á einum mánuði. jonab@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira