Kári Steinn með Íslandsmet í 5000 metra hlaupi á Áramóti Fjölnis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. desember 2010 10:45 Kári Steinn Karlsson. Mynd/Heimasíða FRÍ Blikinn Kári Steinn Karlsson setti nýtt Íslandsmet innanhúss í 5000 metra hlaupi á fjölmennu Áramóti Fjölnis sem fór fram í gærkvöldi. Kári Steinn bætti tveggja ára gamalt met Blikans Stefáns Guðmundssonar um rúmar 27 sekúndur. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsiþróttasambandsins. Kári Steinn hljóp 5000 metrana á 14:50,37 mínútum en gamla metið hans Stefáns var 15:17,82 mínútur en hann setti það árið 2008. Kári á einnig Íslandsmetið í 3000 metra hlaupi innanhúss sem og Íslandsmetin í 5000 og 10000 metra hlaupum utanhúss. Það voru fleiri met sett á mótinu í gær. Bjarki Gíslason úr UFA stökk 4,81 metra í Stangarstökki og bætti met í ungkarlaflokki 19-22 ára, en hann tók þar nokkurra daga gamalt met af Einari Daða Lárussyni ÍR sem hafði stokkið 4,70 metra. Hilmar Örn Jónsson úr ÍR kastaði síðan 3 kílóa kúlunni 18,47 metra og bætti metið í piltaflokki, en það var 18,32 metrar og hafði verið sett af Vigfúsi Dan Jónssyni árið 1997. Ólafur Einar Skúlason, Ármanni bætti sig í hástökki og bætti vallarmetið í Laugardalshöllinni þegar hann vippaði sér yfir 2,00 metra. Þorsteinn Ingvarsson, HSÞ Stökk 7,49 metra í langstökki karla og var aðeins 3 sentimetrum frá meti í ungkarlaflokki. Hann hefur aldrei stokkið jafnlangt innanhúss. Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr ÍR vann 300 metra hlaup kvenna á tímanum 40,04 sekúndum og vann með því besta afrek mótsins því hún hlaut 1023 stig fyrir þetta hlaup. Þetta er annar besti tími innanhúss hjá konum í þessari vegalengd. Þetta er besti tími í flokki meyja, stúlkna og ungkvenna 19-20 ára, en það er ekki skráð met í þessum flokki skv. skrá FRÍ. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR bætti sinn besta tíma í 800 metra hlaupi er hún kom í mark aðeins 6/100 frá gildandi meti í hennar aldursflokki eða á 2:18,10 mínútum en metið er 2:18,04 mínútur sem Stefanía Valdimarsdóttir á. Innlendar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Blikinn Kári Steinn Karlsson setti nýtt Íslandsmet innanhúss í 5000 metra hlaupi á fjölmennu Áramóti Fjölnis sem fór fram í gærkvöldi. Kári Steinn bætti tveggja ára gamalt met Blikans Stefáns Guðmundssonar um rúmar 27 sekúndur. Þetta kemur fram á heimasíðu Frjálsiþróttasambandsins. Kári Steinn hljóp 5000 metrana á 14:50,37 mínútum en gamla metið hans Stefáns var 15:17,82 mínútur en hann setti það árið 2008. Kári á einnig Íslandsmetið í 3000 metra hlaupi innanhúss sem og Íslandsmetin í 5000 og 10000 metra hlaupum utanhúss. Það voru fleiri met sett á mótinu í gær. Bjarki Gíslason úr UFA stökk 4,81 metra í Stangarstökki og bætti met í ungkarlaflokki 19-22 ára, en hann tók þar nokkurra daga gamalt met af Einari Daða Lárussyni ÍR sem hafði stokkið 4,70 metra. Hilmar Örn Jónsson úr ÍR kastaði síðan 3 kílóa kúlunni 18,47 metra og bætti metið í piltaflokki, en það var 18,32 metrar og hafði verið sett af Vigfúsi Dan Jónssyni árið 1997. Ólafur Einar Skúlason, Ármanni bætti sig í hástökki og bætti vallarmetið í Laugardalshöllinni þegar hann vippaði sér yfir 2,00 metra. Þorsteinn Ingvarsson, HSÞ Stökk 7,49 metra í langstökki karla og var aðeins 3 sentimetrum frá meti í ungkarlaflokki. Hann hefur aldrei stokkið jafnlangt innanhúss. Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr ÍR vann 300 metra hlaup kvenna á tímanum 40,04 sekúndum og vann með því besta afrek mótsins því hún hlaut 1023 stig fyrir þetta hlaup. Þetta er annar besti tími innanhúss hjá konum í þessari vegalengd. Þetta er besti tími í flokki meyja, stúlkna og ungkvenna 19-20 ára, en það er ekki skráð met í þessum flokki skv. skrá FRÍ. Aníta Hinriksdóttir úr ÍR bætti sinn besta tíma í 800 metra hlaupi er hún kom í mark aðeins 6/100 frá gildandi meti í hennar aldursflokki eða á 2:18,10 mínútum en metið er 2:18,04 mínútur sem Stefanía Valdimarsdóttir á.
Innlendar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira