Spænski kylfingurinn Miguel Angel Jimenez sigraði á Omega European Masters golfmótinu sem lauk á evrópsku mótaröðinni í Sviss í dag. Jimenez lék samtals á 21 höggi undir pari og sigraði mótið með þremur höggum.
Annar varð Ítalinn Edoardo Molinari á 18 höggum undir pari og annar Ítali, Matteo Manassero, varð þriðji á 16 höggum undir pari.
Fyrir sigurinn fékk Jimenez um 50 milljónir íslenskra króna en hann er í liði Evrópu sem mætir Bandaríkjunum í Ryder-bikarnum í október.
Jimenez vann í svissnesku ölpunum
