Kjarklaus eins og klerkur Davíð Þór Jónsson skrifar 1. maí 2010 06:00 Stjórnmálaskoðanir mínar eru ekkert leyndarmál og hafa aldrei verið. En ef ég léti það út úr mér að það eyðilegði samband mitt við konuna mína að margir Sjallar væru líka vel kvæntir yrði ég vonandi álitinn eitthvað skrýtinn. Enda væru skoðanir mínar þá hættar að vera skoðanir og orðnar að svo inngróinni gremju að stappaði nærri geðrænu vandamáli - fóbíu. En hvernig er brugðist við þegar því er lýst yfir að hjónavígsla samkynhneigðra vegi að hjónabandi gagnkynhneigðra? Þá er það af einhverjum ástæðum meðhöndlað eins og gilt innlegg í vitræna umræðu, en ekki það sem það augljóslega er - fóbía. Í vikunni varð sá sorglegi atburður að prestur sagði hjónavígslu samkynhneigðra eyðileggja hjónabandið í viðtali. Þetta studdi hann þó ekki öðrum rökum en þeim að aðrar kirkjur hafi ekki stigið þetta skref. Það er rangt. Kenninganefnd sænsku þjóðkirkjunnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að viðurkenna beri að fullu hjónaband einstaklinga af sama kyni. Hjónaband er borgaraleg stofnun sem að kristnum skilningi er helguð við kirkjulega athöfn. Það er því veraldlegra yfirvalda að skilgreina hjónaband, ekki kirkjulegra. Kirkjan getur aftur á móti kosið að vígja það samkvæmt sínum skilningi - ekki Hagstofunnar. En kirkjan verður þá að geta rökstutt skilning sinn. Kristinn hjónabandsskilningur byggir ekki á frjósemi. Gagnkvæmni kynjanna, sem tákn óþarfrar frjósemi, getur því ekki heldur verið grunnur hennar. Það er m.ö.o. ekki kynlíf eða kynferði hjónanna sem helgar hjónabandið heldur heitorð þeirra og ásetningur. Kristið hjónaband er, svo vitnað sé í biskup, sáttmáli um „ævarandi tryggð, ást og virðingu". Hjónin heita hvort öðru „ævitryggðum, að eiga saman gleði lífsins og sorg, önn og yndi daganna". „Ást þeirra tveggja sem leggja líf sitt í hvors annars [sic] hendur í skilyrðislausri tryggð og kærleika, er ætlað að endurspegla kærleika Krists." Ást hjóna er því eins og neisti af kærleika Guðs. Ekkert af þessu útilokar samkynhneigða frá hjónabandi. Það er því eitthvað annað. Niðurstaða prestastefnu í fyrradag var, að mínu mati, stéttinni til lítils sóma. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Aðeins þarf að skoða kennitölur fylkinganna til að sjá hvorri Guð mun gefa sigur - með tímanum. Stofnun, sem vill vera kirkja Krists á jörð, mismunar nefnilega engum. Engum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Vinsælast 2010 Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Stjórnmálaskoðanir mínar eru ekkert leyndarmál og hafa aldrei verið. En ef ég léti það út úr mér að það eyðilegði samband mitt við konuna mína að margir Sjallar væru líka vel kvæntir yrði ég vonandi álitinn eitthvað skrýtinn. Enda væru skoðanir mínar þá hættar að vera skoðanir og orðnar að svo inngróinni gremju að stappaði nærri geðrænu vandamáli - fóbíu. En hvernig er brugðist við þegar því er lýst yfir að hjónavígsla samkynhneigðra vegi að hjónabandi gagnkynhneigðra? Þá er það af einhverjum ástæðum meðhöndlað eins og gilt innlegg í vitræna umræðu, en ekki það sem það augljóslega er - fóbía. Í vikunni varð sá sorglegi atburður að prestur sagði hjónavígslu samkynhneigðra eyðileggja hjónabandið í viðtali. Þetta studdi hann þó ekki öðrum rökum en þeim að aðrar kirkjur hafi ekki stigið þetta skref. Það er rangt. Kenninganefnd sænsku þjóðkirkjunnar hefur komist að þeirri niðurstöðu að viðurkenna beri að fullu hjónaband einstaklinga af sama kyni. Hjónaband er borgaraleg stofnun sem að kristnum skilningi er helguð við kirkjulega athöfn. Það er því veraldlegra yfirvalda að skilgreina hjónaband, ekki kirkjulegra. Kirkjan getur aftur á móti kosið að vígja það samkvæmt sínum skilningi - ekki Hagstofunnar. En kirkjan verður þá að geta rökstutt skilning sinn. Kristinn hjónabandsskilningur byggir ekki á frjósemi. Gagnkvæmni kynjanna, sem tákn óþarfrar frjósemi, getur því ekki heldur verið grunnur hennar. Það er m.ö.o. ekki kynlíf eða kynferði hjónanna sem helgar hjónabandið heldur heitorð þeirra og ásetningur. Kristið hjónaband er, svo vitnað sé í biskup, sáttmáli um „ævarandi tryggð, ást og virðingu". Hjónin heita hvort öðru „ævitryggðum, að eiga saman gleði lífsins og sorg, önn og yndi daganna". „Ást þeirra tveggja sem leggja líf sitt í hvors annars [sic] hendur í skilyrðislausri tryggð og kærleika, er ætlað að endurspegla kærleika Krists." Ást hjóna er því eins og neisti af kærleika Guðs. Ekkert af þessu útilokar samkynhneigða frá hjónabandi. Það er því eitthvað annað. Niðurstaða prestastefnu í fyrradag var, að mínu mati, stéttinni til lítils sóma. En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Aðeins þarf að skoða kennitölur fylkinganna til að sjá hvorri Guð mun gefa sigur - með tímanum. Stofnun, sem vill vera kirkja Krists á jörð, mismunar nefnilega engum. Engum.
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun