Í dag þarf endurreisn Ólafs að byrja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. september 2010 08:15 Ólafur Jóhannesson. Fréttablaðið/Anton Í dag verður Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari að sýna að hann sé á réttri leið með landsliðið. Í fyrsta sinn síðan hann tók við þjálfun liðsins er raunveruleg pressa á honum. Eins og forverar hans hefur Ólafur fengið eina undankeppni til þess að aðlagast landsliðinu - koma sínum áherslum að og fastmóta sinn leikmannahóp. Í dag hefst ný undankeppni og Ólafur byrjar með hreinan skjöld. Hvaða væntingar er hægt að gera til íslenska landsliðsins í knattspyrnu? Liðið er í erfiðum og fámennum riðli í undankeppni EM 2012. Af liðunum í riðlinum er Ísland talið lakast - í fimmta og neðsta styrkleikaflokki. Engu að síður eru þær kröfur gerðar til liðsins að það nái í einhver stig - sérstaklega á heimavelli. Það er skiljanleg krafa. Laugardalsvöllur á að vera vígi þar sem ekkert lið á að geta bókað auðveldan sigur.Leikgleðin og áhuginn En það er fleira sem kemur til en úrslit leikja og stigafjöldi, þó svo að það séu vissulega mikilvæg atriði. Leikmenn íslenska landsliðsins þurfa að leggja sig fram og berjast til síðasta blóðdropa. Það á að vera gaman að spila með íslenska landsliðinu. Aðeins þannig verður gaman að horfa á íslenska landsliðið spila. Ef leikgleði og áhugi verða aðaleinkenni íslenska landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar er hálfur sigur unninn. Það eru hins vegar mörg ár síðan hinn almenni áhorfendi fann að þessi stemning væri ríkjandi í íslenska landsliðshópnum, ef frá eru taldir fyrstu leikir þess eftir að hann tók við. Síðan þá hefur hallað undan fæti og andleysið náði algeru hámarki í skelfilegum 1-1 jafnteflisleik gegn Liechtenstein í síðasta mánuði. Fyrir ári mættust Ísland og Noregur undir lok undankeppninnar fyrir HM 2010. Ísland var óheppið að vinna ekki sigur og mátti sætta sig við ódýrt 1-1 jafntefli. Ísland spilaði vel í þessum leik og þó svo að niðurstaðan hafi orðið neðsta sæti riðilsins og aðeins fimm stig þótti liðið hafa endað á jákvæðum nótum. Hér til hliðar má sjá árangur liðanna á undanförnu ári, fyrst og fremst í vináttulandsleikjum. Eins og leikur liðanna sýndi í fyrra á Ísland fullt erindi í þetta norska lið sem hefur oft verið betra en nú. Á samanburði á árangri liðanna má sjá að báðum liðum hefur vegnað ágætlega í sínum leikjum. Augljósasti munurinn er þó sá að Noregur hefur verið að vinna flesta sína leiki sem hafa verið spilaðir við talsvert sterkari andstæðinga en þá sem Ísland hefur mætt.Í ruslflokki Noregur spilaði síðast við Úkraínu og Frakkland. Ísland við Andorra og Liechtenstein. Margoft hefur komið fram að það hefur reynst erfitt fyrir Ólaf að fá alvöru vináttulandsleiki og er honum vissulega vorkunn í því. En munurinn á gæðum undirbúnings liðanna fyrir leikinn í kvöld er augljós og Ísland fær ekki betri andstæðinga í framtíðinni nema að styrkja stöðu sína á alþjóðlegum vettvangi. Engu líkara er en að landsliðið í dag sé í ruslflokki. Ólafur nýtur góðs af sterku U-21 landsliði Íslands sem hefur verið að halda uppi merki karlaknattspyrnunnar á Íslandi undanfarin misseri. Það er óskandi að hann færi sér þann meðbyr í nyt. Það er einnig óskandi að íslenska landsliðið byrji vel gegn Noregi í kvöld, kalli fram gamlan baráttuanda og láti Norðmennina finna vel fyrir sér.Leikir ÍslandsÁrangur Íslands undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Georgía h 1-1 13.10.09 Suður-Afríka h 1-0 10.11.09 Íran ú 0-1 14.11.09 Lúxemborg ú 1-1 3.3.10 Kýpur ú 0-0 21.3.10 Færeyjar h 2-0 24.3.10 Mexíkó ú 0-0 29.5.10 Andorra h 4-0 11.8.10 Liechtenstein h 1-1Samtals 9 leikir: 3 sigrar, 5 jafntefli, 1 tapMarkatala: 10-4Leikir Noregs Árangur Noregs undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Makedónía* h 2-1 10.10.09 Suður-Afríka h 1-0 14.11.09 Sviss ú 1-0 3.3.10 Slóvakía ú 1-0 29.5.10 Svartfjallaland h 2-1 2.6.10 Úkraína h 0-1 11.8.10 Frakkland h 2-1* í undankeppni HM 2010Samtals 7 leikir: 6 sigrar, 1 tapMarkatala: 9-4 Íslenski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Í dag verður Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari að sýna að hann sé á réttri leið með landsliðið. Í fyrsta sinn síðan hann tók við þjálfun liðsins er raunveruleg pressa á honum. Eins og forverar hans hefur Ólafur fengið eina undankeppni til þess að aðlagast landsliðinu - koma sínum áherslum að og fastmóta sinn leikmannahóp. Í dag hefst ný undankeppni og Ólafur byrjar með hreinan skjöld. Hvaða væntingar er hægt að gera til íslenska landsliðsins í knattspyrnu? Liðið er í erfiðum og fámennum riðli í undankeppni EM 2012. Af liðunum í riðlinum er Ísland talið lakast - í fimmta og neðsta styrkleikaflokki. Engu að síður eru þær kröfur gerðar til liðsins að það nái í einhver stig - sérstaklega á heimavelli. Það er skiljanleg krafa. Laugardalsvöllur á að vera vígi þar sem ekkert lið á að geta bókað auðveldan sigur.Leikgleðin og áhuginn En það er fleira sem kemur til en úrslit leikja og stigafjöldi, þó svo að það séu vissulega mikilvæg atriði. Leikmenn íslenska landsliðsins þurfa að leggja sig fram og berjast til síðasta blóðdropa. Það á að vera gaman að spila með íslenska landsliðinu. Aðeins þannig verður gaman að horfa á íslenska landsliðið spila. Ef leikgleði og áhugi verða aðaleinkenni íslenska landsliðsins undir stjórn Ólafs Jóhannessonar er hálfur sigur unninn. Það eru hins vegar mörg ár síðan hinn almenni áhorfendi fann að þessi stemning væri ríkjandi í íslenska landsliðshópnum, ef frá eru taldir fyrstu leikir þess eftir að hann tók við. Síðan þá hefur hallað undan fæti og andleysið náði algeru hámarki í skelfilegum 1-1 jafnteflisleik gegn Liechtenstein í síðasta mánuði. Fyrir ári mættust Ísland og Noregur undir lok undankeppninnar fyrir HM 2010. Ísland var óheppið að vinna ekki sigur og mátti sætta sig við ódýrt 1-1 jafntefli. Ísland spilaði vel í þessum leik og þó svo að niðurstaðan hafi orðið neðsta sæti riðilsins og aðeins fimm stig þótti liðið hafa endað á jákvæðum nótum. Hér til hliðar má sjá árangur liðanna á undanförnu ári, fyrst og fremst í vináttulandsleikjum. Eins og leikur liðanna sýndi í fyrra á Ísland fullt erindi í þetta norska lið sem hefur oft verið betra en nú. Á samanburði á árangri liðanna má sjá að báðum liðum hefur vegnað ágætlega í sínum leikjum. Augljósasti munurinn er þó sá að Noregur hefur verið að vinna flesta sína leiki sem hafa verið spilaðir við talsvert sterkari andstæðinga en þá sem Ísland hefur mætt.Í ruslflokki Noregur spilaði síðast við Úkraínu og Frakkland. Ísland við Andorra og Liechtenstein. Margoft hefur komið fram að það hefur reynst erfitt fyrir Ólaf að fá alvöru vináttulandsleiki og er honum vissulega vorkunn í því. En munurinn á gæðum undirbúnings liðanna fyrir leikinn í kvöld er augljós og Ísland fær ekki betri andstæðinga í framtíðinni nema að styrkja stöðu sína á alþjóðlegum vettvangi. Engu líkara er en að landsliðið í dag sé í ruslflokki. Ólafur nýtur góðs af sterku U-21 landsliði Íslands sem hefur verið að halda uppi merki karlaknattspyrnunnar á Íslandi undanfarin misseri. Það er óskandi að hann færi sér þann meðbyr í nyt. Það er einnig óskandi að íslenska landsliðið byrji vel gegn Noregi í kvöld, kalli fram gamlan baráttuanda og láti Norðmennina finna vel fyrir sér.Leikir ÍslandsÁrangur Íslands undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Georgía h 1-1 13.10.09 Suður-Afríka h 1-0 10.11.09 Íran ú 0-1 14.11.09 Lúxemborg ú 1-1 3.3.10 Kýpur ú 0-0 21.3.10 Færeyjar h 2-0 24.3.10 Mexíkó ú 0-0 29.5.10 Andorra h 4-0 11.8.10 Liechtenstein h 1-1Samtals 9 leikir: 3 sigrar, 5 jafntefli, 1 tapMarkatala: 10-4Leikir Noregs Árangur Noregs undanfarið ár: Dags. Andstæðingur h/ú úrslit 9.9.09 Makedónía* h 2-1 10.10.09 Suður-Afríka h 1-0 14.11.09 Sviss ú 1-0 3.3.10 Slóvakía ú 1-0 29.5.10 Svartfjallaland h 2-1 2.6.10 Úkraína h 0-1 11.8.10 Frakkland h 2-1* í undankeppni HM 2010Samtals 7 leikir: 6 sigrar, 1 tapMarkatala: 9-4
Íslenski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira