Kristín Ýr: Ég og Hallbera náum rosalega vel saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 17:15 Kristín Ýr Bjarnadóttir. Mynd/Valli Kristín Ýr Bjarnadóttir var í miklu stuði á Vodafone-vellinum í dag þegar hún skoraði þrennu í 3-0 sigri Vals á Þór/KA í undanúrslitaleik VISA-bikars kvenna. „Þetta var heldur betur góður dagur. Það er alltaf frábært að skora og alltaf jafn skemmtilegt þegar Valur skorar. Ég hata það ekkert ef ég skora en ég er jafnánægð ef einhver annar skorar í liðinu. Þessi leikur var frábær undirbúningur fyrir bikarúrslitaleikinn," sagði Kristín Ýr kát í leikslok. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö fyrstu mörkin sín eftir glæsilegar fyrirgjafir frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. „Ég og Hallbera náum rosalega vel saman bæði innan vallar sem utan og þessi mörk voru engin tilviljun því við erum búnar að æfa þetta allt saman," sagði Kristín Ýr. Hún innsiglaði síðan þrennuna af vítapunktinum. „Við Hallbera erum svo góðar vinkonur að ég gaf henni síðustu vítaspyrnu. Ég ákvað að vera svolítið kurteis núna og spurði ég Guðnýju hvort hún vildi taka vítið í dag. Ég vonaði samt að hún segði nei og það gerði hún," sagði Kristín Ýr en Guðný Björk Óðinsdóttir fiskaði vítið. „Við ákváðum að fara Krísuvíkurleiðina í bikarnum. Okkur finnst alltaf jafn skemmtilegt þegar fólk er að segja að við séum áskrifendur að titlunum og að við förum alltaf auðveldu leiðina. Núna held ég að við séum búnar að svara því ágætlega," sagði Kristín Ýr en Valur hafði unnið Breiðablik og Fylki á útivelli á leið sinni í undanúrslitin. Kristín Ýr vildi hrósa markverði liðsins Maríu Björgu Ágústsdóttur sem lokaði markinu vel þegar Þór/KA fékk færin sín í dag. „Ef Mæja væri ekki í markinu hjá okkur þá veit ég ekki hvað við myndum gera. Þetta er besta tímabilið hennar og hún er svo klárlega í landsliðsklassa að það hálfa væri nóg. Hún er búin að halda okkur inn í leikjum þegar við missum einbeitinguna. Lið eins og Þór/KA og Breiðabliks sem eru með rosalega fljóta framherja fá alltaf færi á móti okkur en Mæja en er með þær í vasanum og er að bjarga okkur," segir Kristín Ýr. „Við fórum yfir nokkur vel valin atriði í hálfleik og bættum það sem þurfti að bæta. Við erum mjög þolinmóðar ungar stúlkur og fengum mörkin síðan í lokin," sagði Kristín Ýr. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Kristín Ýr Bjarnadóttir var í miklu stuði á Vodafone-vellinum í dag þegar hún skoraði þrennu í 3-0 sigri Vals á Þór/KA í undanúrslitaleik VISA-bikars kvenna. „Þetta var heldur betur góður dagur. Það er alltaf frábært að skora og alltaf jafn skemmtilegt þegar Valur skorar. Ég hata það ekkert ef ég skora en ég er jafnánægð ef einhver annar skorar í liðinu. Þessi leikur var frábær undirbúningur fyrir bikarúrslitaleikinn," sagði Kristín Ýr kát í leikslok. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö fyrstu mörkin sín eftir glæsilegar fyrirgjafir frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. „Ég og Hallbera náum rosalega vel saman bæði innan vallar sem utan og þessi mörk voru engin tilviljun því við erum búnar að æfa þetta allt saman," sagði Kristín Ýr. Hún innsiglaði síðan þrennuna af vítapunktinum. „Við Hallbera erum svo góðar vinkonur að ég gaf henni síðustu vítaspyrnu. Ég ákvað að vera svolítið kurteis núna og spurði ég Guðnýju hvort hún vildi taka vítið í dag. Ég vonaði samt að hún segði nei og það gerði hún," sagði Kristín Ýr en Guðný Björk Óðinsdóttir fiskaði vítið. „Við ákváðum að fara Krísuvíkurleiðina í bikarnum. Okkur finnst alltaf jafn skemmtilegt þegar fólk er að segja að við séum áskrifendur að titlunum og að við förum alltaf auðveldu leiðina. Núna held ég að við séum búnar að svara því ágætlega," sagði Kristín Ýr en Valur hafði unnið Breiðablik og Fylki á útivelli á leið sinni í undanúrslitin. Kristín Ýr vildi hrósa markverði liðsins Maríu Björgu Ágústsdóttur sem lokaði markinu vel þegar Þór/KA fékk færin sín í dag. „Ef Mæja væri ekki í markinu hjá okkur þá veit ég ekki hvað við myndum gera. Þetta er besta tímabilið hennar og hún er svo klárlega í landsliðsklassa að það hálfa væri nóg. Hún er búin að halda okkur inn í leikjum þegar við missum einbeitinguna. Lið eins og Þór/KA og Breiðabliks sem eru með rosalega fljóta framherja fá alltaf færi á móti okkur en Mæja en er með þær í vasanum og er að bjarga okkur," segir Kristín Ýr. „Við fórum yfir nokkur vel valin atriði í hálfleik og bættum það sem þurfti að bæta. Við erum mjög þolinmóðar ungar stúlkur og fengum mörkin síðan í lokin," sagði Kristín Ýr.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira