Skilja strax? Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar 16. nóvember 2010 06:00 Ég vil skilja - sem fyrst" hljómar í símanum. „Hvenær fæ ég tíma?" Svo kemur parið á prestsskrifstofuna til að ræða samskipti og sáttahorfur. Ef ágreiningur er mikill og bæði vilja skilja er talað um hagsmuni barna parsins, umgengni, samskiptahætti, eignaskipti og fjölda atriða til að allt verði skýrt. Þegar skilnaðarasi er mikill og andúð kyndir undir fer oftar en ekki illa. Skemmtilegir skilnaðir eru fátíðir. Oftast eru þeir dapurlegir og í einstaka tilvikum hræðilegir. En áfall og kreppu má nýta til góðs. Skilnaðir geta bætt líf heimilismanna þegar mál eru unnin með hagsmuni allra að leiðarljósi. Þetta eru gæðaskilnaðir. „Ég vil skilja ríki og kirkju - strax." Setningin var á bloggsíðu og sést og hljómar víða. Of margir telja að hægt sé að efna til skyndiskilnaðar ríkis og kirkju og nánast eftir næstu helgi. Ef gæðaskilnaðir einstaklinga eru vandaverk eru slit ríkis og kirkju sem næst „hið ómögulega" svo vitnað sé í Ögmund Jónasson „trúmálaráðherra". Skilnaður og aðgreining eru sitt hvað og í samhengi ríkis og kirkju skyldi ekki rugla eða grauta þessu tvennu saman. Skilnaður ríkis og kirkju varðar fyrst og fremst 62. grein stjórnarskrárinnar. Þá aðeins verður lögformlegur skilnaður þessara aðila ef stjórnarskrárákvæðið verður fellt úr gildi. Allt annað mál er aðgreining ríkis og kirkju. Þjóðkirkjan hefur viljað og ríkið hefur veitt kirkjunni mikið frelsi. Aðgreiningarferli hefur staðið í áratugi. Þjóðkirkjan íslenska er ekki ríkiskirkja eins og sú danska. Þjóðkirkjan íslenska nýtur að lögum sjálfstæðis til jafns við hina sænsku, sem þó er aðskilin frá ríkinu. Þjóðkirkjan er ekki ríkisrekið apparat. Kirkjan afhenti ríkinu gífurleg verðmæti til eignar. Ríkið greiðir aðeins vexti af þeim höfuðstól. Laun presta eru slík greiðsla en alls ekki framlag ríkisins. Skilja strax? Ja, þá verður ríkið jafnvel dæmt til að skila öllu eignasafninu, sem í eru nokkur helstu dýrmæti Íslands, t.d. Þingvellir, allt land Garðabæjar (land Garðakirkju), Borgarnes (land Borgar). Ríkissjóður Íslands hefur jafnvel ekki burði til að skila eða bæta. Þjóðkirkjan óskar, að ríkið skipti sér sem minnst af málum hennar. Hún vill góð samskipti því það er þjóðin, sem kirkjan þjónar, og það er sama þjóð, sem ríkið á að þjóna. Höldum áfram aðgreiningarferli. Skiljum ekki fyrr en allt er fullrætt og allir sáttir. Gætum að því að börn þjóðarinnar klemmist ekki í átökum um trú og trúfélög. Aðeins gott aðgreiningarferli getur leitt til gæðaskilnaðar. Skilja strax - nei, kannski seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun
Ég vil skilja - sem fyrst" hljómar í símanum. „Hvenær fæ ég tíma?" Svo kemur parið á prestsskrifstofuna til að ræða samskipti og sáttahorfur. Ef ágreiningur er mikill og bæði vilja skilja er talað um hagsmuni barna parsins, umgengni, samskiptahætti, eignaskipti og fjölda atriða til að allt verði skýrt. Þegar skilnaðarasi er mikill og andúð kyndir undir fer oftar en ekki illa. Skemmtilegir skilnaðir eru fátíðir. Oftast eru þeir dapurlegir og í einstaka tilvikum hræðilegir. En áfall og kreppu má nýta til góðs. Skilnaðir geta bætt líf heimilismanna þegar mál eru unnin með hagsmuni allra að leiðarljósi. Þetta eru gæðaskilnaðir. „Ég vil skilja ríki og kirkju - strax." Setningin var á bloggsíðu og sést og hljómar víða. Of margir telja að hægt sé að efna til skyndiskilnaðar ríkis og kirkju og nánast eftir næstu helgi. Ef gæðaskilnaðir einstaklinga eru vandaverk eru slit ríkis og kirkju sem næst „hið ómögulega" svo vitnað sé í Ögmund Jónasson „trúmálaráðherra". Skilnaður og aðgreining eru sitt hvað og í samhengi ríkis og kirkju skyldi ekki rugla eða grauta þessu tvennu saman. Skilnaður ríkis og kirkju varðar fyrst og fremst 62. grein stjórnarskrárinnar. Þá aðeins verður lögformlegur skilnaður þessara aðila ef stjórnarskrárákvæðið verður fellt úr gildi. Allt annað mál er aðgreining ríkis og kirkju. Þjóðkirkjan hefur viljað og ríkið hefur veitt kirkjunni mikið frelsi. Aðgreiningarferli hefur staðið í áratugi. Þjóðkirkjan íslenska er ekki ríkiskirkja eins og sú danska. Þjóðkirkjan íslenska nýtur að lögum sjálfstæðis til jafns við hina sænsku, sem þó er aðskilin frá ríkinu. Þjóðkirkjan er ekki ríkisrekið apparat. Kirkjan afhenti ríkinu gífurleg verðmæti til eignar. Ríkið greiðir aðeins vexti af þeim höfuðstól. Laun presta eru slík greiðsla en alls ekki framlag ríkisins. Skilja strax? Ja, þá verður ríkið jafnvel dæmt til að skila öllu eignasafninu, sem í eru nokkur helstu dýrmæti Íslands, t.d. Þingvellir, allt land Garðabæjar (land Garðakirkju), Borgarnes (land Borgar). Ríkissjóður Íslands hefur jafnvel ekki burði til að skila eða bæta. Þjóðkirkjan óskar, að ríkið skipti sér sem minnst af málum hennar. Hún vill góð samskipti því það er þjóðin, sem kirkjan þjónar, og það er sama þjóð, sem ríkið á að þjóna. Höldum áfram aðgreiningarferli. Skiljum ekki fyrr en allt er fullrætt og allir sáttir. Gætum að því að börn þjóðarinnar klemmist ekki í átökum um trú og trúfélög. Aðeins gott aðgreiningarferli getur leitt til gæðaskilnaðar. Skilja strax - nei, kannski seinna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun