Fíflalegar forvarnir Jón Kaldal skrifar 13. febrúar 2010 06:00 Skólastjórnendur í Tækniskólanum höfðu á fimmtudag frumkvæði að sérlega einkennilegri aðgerð. Lokuðu þeir á tólfta hundrað nemendur inni í um 45 mínútur og fengu á svæðið hóp lögreglumanna og tollvarða með hunda til að leita vímuefna í skólanum. Spurður hvort rökstuddur grunur um meðferð vímuefna hefði verið að baki þessu framtaki, sagði Baldur Gíslason, skólameistari Tækniskólans, að svo hefði alls ekki verið. Að sögn Baldurs er það skoðun stjórnenda skólans að leitin hafi haft „ákveðið forvarnagildi". Nú eru forvarnir svo sannarlega veigamesti þátturinn í baráttunni gegn vímuefnum, en að óska eftir rassíu lögreglu með fíkniefnaleitarhunda ber vitnisburð um furðulega afstöðu til þess mikilvæga starfs. Nemendur í Tækniskólanum vita örugglega að neysla og meðferð vímuefna er bönnuð í og við skólann. Ekki á að þurfa innilokun og leit með hundum til þess að koma þeim skilaboðum á framfæri. Skilaboðin, sem leit Baldurs skólameistara skilur hins vegar eftir sig, eru að þeir nemendur sem mögulega hafa staðið í einhverri tilraunastarfsemi með vímuefni eiga ekki að mæta í skólann, því þar eiga þeir á hættu að vera gripnir. Nú hefði maður talið að fátt væri mikilvægara fyrir villuráfandi krakka en að halda þeim í skóla með öllum tiltækum ráðum fremur en að hrekja þá á brott, en stjórnendur Tækniskólans virðast ekki deila því sjónarmiði. Leitin í skólanum bar engan árangur. Vímuefni fundust ekki á neinum af þeim ríflega ellefu hundruð nemendum sem urðu fyrir leitinni. Þær upplýsingar Baldurs skólameistara að fyrirmyndin að aðgerðinni hafi verið sótt til annarra framhaldsskóla vekur hins vegar upp spurningar um á hvaða slóðum skólayfirvöld almennt eru í forvarnastarfi sínu. Að gera út á óttann við að vera tekinn er ekki árangursrík aðferð til að fyrirbyggja neyslu. Sá lærdómur er óhrekjanleg niðurstaða áratugalangra tilrauna stjórnvalda víða um heim við að berjast gegn fíkniefnum með sífellt þyngri fangelsisdómum. Mun líklegra til árangurs er öflug og hispurslaus fræðsla fyrir ungdóminn og áherslan á að ná eins snemma og hægt er til þeirra sem eru útseldir fyrir fíkninni, áður en þeir hverfa endanlega út fyrir garðinn. Enn og aftur má ítreka að aðferðirnar til að minnka líkurnar á að fíklar verði til eru þekktar. Og íslenskar rannsóknir, afrakstur meira en tuttugu ára starfs, sýna að þetta eru ekki flókin vísindi. Allra mikilvægasti þátturinn er að foreldrar eyði tíma með börnum sínum. Ein klukkustund á dag getur haft úrslitaáhrif. Það þarf að halda börnum í íþróttum eða öðrum tómstundum, og forða þeim frá áfengi sem allra lengst. Ef lögð er rækt við þessi þrjú atriði eru innan við eins prósents líkur á að ungt fólk ánetjist vímuefnum. Ótti við yfirvöld, hvort sem það er skólameistari eða fulltrúi lögreglunnar, vegur margfalt minna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skólastjórnendur í Tækniskólanum höfðu á fimmtudag frumkvæði að sérlega einkennilegri aðgerð. Lokuðu þeir á tólfta hundrað nemendur inni í um 45 mínútur og fengu á svæðið hóp lögreglumanna og tollvarða með hunda til að leita vímuefna í skólanum. Spurður hvort rökstuddur grunur um meðferð vímuefna hefði verið að baki þessu framtaki, sagði Baldur Gíslason, skólameistari Tækniskólans, að svo hefði alls ekki verið. Að sögn Baldurs er það skoðun stjórnenda skólans að leitin hafi haft „ákveðið forvarnagildi". Nú eru forvarnir svo sannarlega veigamesti þátturinn í baráttunni gegn vímuefnum, en að óska eftir rassíu lögreglu með fíkniefnaleitarhunda ber vitnisburð um furðulega afstöðu til þess mikilvæga starfs. Nemendur í Tækniskólanum vita örugglega að neysla og meðferð vímuefna er bönnuð í og við skólann. Ekki á að þurfa innilokun og leit með hundum til þess að koma þeim skilaboðum á framfæri. Skilaboðin, sem leit Baldurs skólameistara skilur hins vegar eftir sig, eru að þeir nemendur sem mögulega hafa staðið í einhverri tilraunastarfsemi með vímuefni eiga ekki að mæta í skólann, því þar eiga þeir á hættu að vera gripnir. Nú hefði maður talið að fátt væri mikilvægara fyrir villuráfandi krakka en að halda þeim í skóla með öllum tiltækum ráðum fremur en að hrekja þá á brott, en stjórnendur Tækniskólans virðast ekki deila því sjónarmiði. Leitin í skólanum bar engan árangur. Vímuefni fundust ekki á neinum af þeim ríflega ellefu hundruð nemendum sem urðu fyrir leitinni. Þær upplýsingar Baldurs skólameistara að fyrirmyndin að aðgerðinni hafi verið sótt til annarra framhaldsskóla vekur hins vegar upp spurningar um á hvaða slóðum skólayfirvöld almennt eru í forvarnastarfi sínu. Að gera út á óttann við að vera tekinn er ekki árangursrík aðferð til að fyrirbyggja neyslu. Sá lærdómur er óhrekjanleg niðurstaða áratugalangra tilrauna stjórnvalda víða um heim við að berjast gegn fíkniefnum með sífellt þyngri fangelsisdómum. Mun líklegra til árangurs er öflug og hispurslaus fræðsla fyrir ungdóminn og áherslan á að ná eins snemma og hægt er til þeirra sem eru útseldir fyrir fíkninni, áður en þeir hverfa endanlega út fyrir garðinn. Enn og aftur má ítreka að aðferðirnar til að minnka líkurnar á að fíklar verði til eru þekktar. Og íslenskar rannsóknir, afrakstur meira en tuttugu ára starfs, sýna að þetta eru ekki flókin vísindi. Allra mikilvægasti þátturinn er að foreldrar eyði tíma með börnum sínum. Ein klukkustund á dag getur haft úrslitaáhrif. Það þarf að halda börnum í íþróttum eða öðrum tómstundum, og forða þeim frá áfengi sem allra lengst. Ef lögð er rækt við þessi þrjú atriði eru innan við eins prósents líkur á að ungt fólk ánetjist vímuefnum. Ótti við yfirvöld, hvort sem það er skólameistari eða fulltrúi lögreglunnar, vegur margfalt minna.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun