Mikil spenna fyrir lokadaginn - Sigmundur Einar með forustu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 18:49 Sigmundur Einar Másson. Mynd/Stefán Sigmundur Einar Másson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er með eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Kiðjabergsvellinum. Það er mikil spenna í mótinu enda þrír næstu menn aðeins einu höggi á eftir Sigmundi. Sigmundur Einar Másson úr GKG hefur leikið fyrstu þrjá dagana á parinu en þeir Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Heiðar Davíð Bragason úr GHD og Hlynur Geir Hjartarson úr GK koma síðan jafnir í 2. til 4. sæti aðeins einu höggi á eftir. Sigmundur Einar hefur leikið alla þrjá hringina til þessa á pari en hann var með þrjá fugla, einn örn og fimm skolla á hringnum í dag. Heiðar Davíð hafði einni verið á parinu fyrstu tvo dagana en lék nú á einu höggi yfir pari. Birgir Leifur Hafþórsson hafði tveggja högga forskot á þá Heiðar Davíð úr GHD og Sigmund Einar fyrir daginn í dag. Birgir Leifur lék fyrstu níu holurnar á einu höggi undir pari eftir að hafa náð erni á sjöttu holunni. Hann fékk aftur á móti fjóra skolla á seinni níu holunum en náði að bæta stöðu sína með því að fá fugl á 18. holunni. Hlynur Geir Hjartarson lék á einu höggi undir pari í dag eftir að hafa fengið tvo fugla á síðustu fjórum holunum. Hann var alls með fjóra fugla og þrjá skolla í dag.Staða efstu manna í Íslandsmóti í höggleik fyrir lokadaginn: 1. Sigmundur Einar Másson par 2. Birgir Leifur Hafþórsson +1 2. Heiðar Davíð Bragason +1 2. Hlynur Geir Hjartarson +1 5. Örvar Samúelsson +3 5. Þórður Rafn Gissurarson +3 7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson +5 7. Kristján Þór Einarsson +5 9. Alfreð Brynjar Kristinsson +7 9. Stefán Már Stefánsson +7 11. Sigurpáll Geir Sveinsson +8 11. Örn Ævar Hjartarson +8 13. Arnór Ingi Finnbjörnsson +9 14. Birgir Guðjónsson +10 15. Axel Bóasson +11 Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sigmundur Einar Másson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er með eins högg forskot fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Kiðjabergsvellinum. Það er mikil spenna í mótinu enda þrír næstu menn aðeins einu höggi á eftir Sigmundi. Sigmundur Einar Másson úr GKG hefur leikið fyrstu þrjá dagana á parinu en þeir Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, Heiðar Davíð Bragason úr GHD og Hlynur Geir Hjartarson úr GK koma síðan jafnir í 2. til 4. sæti aðeins einu höggi á eftir. Sigmundur Einar hefur leikið alla þrjá hringina til þessa á pari en hann var með þrjá fugla, einn örn og fimm skolla á hringnum í dag. Heiðar Davíð hafði einni verið á parinu fyrstu tvo dagana en lék nú á einu höggi yfir pari. Birgir Leifur Hafþórsson hafði tveggja högga forskot á þá Heiðar Davíð úr GHD og Sigmund Einar fyrir daginn í dag. Birgir Leifur lék fyrstu níu holurnar á einu höggi undir pari eftir að hafa náð erni á sjöttu holunni. Hann fékk aftur á móti fjóra skolla á seinni níu holunum en náði að bæta stöðu sína með því að fá fugl á 18. holunni. Hlynur Geir Hjartarson lék á einu höggi undir pari í dag eftir að hafa fengið tvo fugla á síðustu fjórum holunum. Hann var alls með fjóra fugla og þrjá skolla í dag.Staða efstu manna í Íslandsmóti í höggleik fyrir lokadaginn: 1. Sigmundur Einar Másson par 2. Birgir Leifur Hafþórsson +1 2. Heiðar Davíð Bragason +1 2. Hlynur Geir Hjartarson +1 5. Örvar Samúelsson +3 5. Þórður Rafn Gissurarson +3 7. Guðmundur Ágúst Kristjánsson +5 7. Kristján Þór Einarsson +5 9. Alfreð Brynjar Kristinsson +7 9. Stefán Már Stefánsson +7 11. Sigurpáll Geir Sveinsson +8 11. Örn Ævar Hjartarson +8 13. Arnór Ingi Finnbjörnsson +9 14. Birgir Guðjónsson +10 15. Axel Bóasson +11
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira