Staðan í einvígi Skautafélags Akureyrar og Bjarnarins um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí er orðin jöfn 1-1. SA vann sigur á Akureyri í kvöld 7-4 eftir að Björninn hafði unnið fyrstu viðureignina.
Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari en næstu tveir leikir fara fram í Reykjavík, sá næsti á sunnudagskvöld.
Björninn komst 3-1 yfir í leiknum í kvöld en staðan var 3-2 fyrir liðið fyrir þriðja og síðasta leikhluta. Þar voru heimamenn mun grimmari og unnu á endanum 7-4 í leik þar sem hart var barist.