Fimbulfamb í nýrri útgáfu Freyr Bjarnason skrifar 26. október 2010 06:00 Bjarni Þorsteinsson og Pétur Már Ólafsson hjá Veröld með hið nýja Fimbulfamb. Vísir/GVA Ný útgáfa af borðspilinu Fimbulfamb er væntanleg fyrir jólin í nýrri útgáfu hjá Veröld. Spilið kom upphaflega út árið 1993 og seldist strax upp. Eftir það hefur Fimbulfamb verið ófáanlegt og hafa verið uppi áskoranir til útgefenda um að endurútgefa spilið. Meðal annars hafa á þriðja þúsund manns undirritað hvatningu þess efnis á Facebook. Núna, eftir sautján ára bið, er spilið loksins að koma út með nýjum orðaforða og í nýjum búningi. „Ég lýsi yfir mikilli ánægju með þetta. Þetta eru mjög skemmtilegar fréttir,“ segir Örn Úlfar Sævarsson, dómari í Gettu betur og íslenskufræðingur. „Ég hef heyrt að það hafi verið svartur markaður með notuð spil. Fólk hefur mjög mikinn áhuga á svona spilum sem eru að leika sér með tungumálið.“ Fimbulfamb byggist sem fyrr á útsjónarsemi og ímyndunarafli þátttakenda sem eiga að búa til sannfærandi skýringar á sjaldgæfum íslenskum orðum sem þeir hafa ekki hugmynd um hvað þýða. Sá sigrar sem tekst best að blekkja mótspilara sinn. „Það er þessi skemmtilegi sköpunarkraftur sem er í tungumálinu okkar og þessi fjölbreytni sem er aðlaðandi í þessu. Ég hef ekki spilað þetta í nokkur ár en það er bara af því að maður hefur ekki komist í þetta,“ bætir Örn við. Að baki nýrri útgáfu á spilinu liggur mikil vinna fjölmargra aðila síðastliðin tvö ár. Við söfnun orðanna, sem eru hátt í tvö þúsund, var þess gætt að spilið yrði skemmtilegt en einnig að með því yki fólk orðaforða sinn og skilning á íslenskri tungu. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Ný útgáfa af borðspilinu Fimbulfamb er væntanleg fyrir jólin í nýrri útgáfu hjá Veröld. Spilið kom upphaflega út árið 1993 og seldist strax upp. Eftir það hefur Fimbulfamb verið ófáanlegt og hafa verið uppi áskoranir til útgefenda um að endurútgefa spilið. Meðal annars hafa á þriðja þúsund manns undirritað hvatningu þess efnis á Facebook. Núna, eftir sautján ára bið, er spilið loksins að koma út með nýjum orðaforða og í nýjum búningi. „Ég lýsi yfir mikilli ánægju með þetta. Þetta eru mjög skemmtilegar fréttir,“ segir Örn Úlfar Sævarsson, dómari í Gettu betur og íslenskufræðingur. „Ég hef heyrt að það hafi verið svartur markaður með notuð spil. Fólk hefur mjög mikinn áhuga á svona spilum sem eru að leika sér með tungumálið.“ Fimbulfamb byggist sem fyrr á útsjónarsemi og ímyndunarafli þátttakenda sem eiga að búa til sannfærandi skýringar á sjaldgæfum íslenskum orðum sem þeir hafa ekki hugmynd um hvað þýða. Sá sigrar sem tekst best að blekkja mótspilara sinn. „Það er þessi skemmtilegi sköpunarkraftur sem er í tungumálinu okkar og þessi fjölbreytni sem er aðlaðandi í þessu. Ég hef ekki spilað þetta í nokkur ár en það er bara af því að maður hefur ekki komist í þetta,“ bætir Örn við. Að baki nýrri útgáfu á spilinu liggur mikil vinna fjölmargra aðila síðastliðin tvö ár. Við söfnun orðanna, sem eru hátt í tvö þúsund, var þess gætt að spilið yrði skemmtilegt en einnig að með því yki fólk orðaforða sinn og skilning á íslenskri tungu.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira