Tinna jafnaði vallarmetið en Ólafía heldur forustunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 17:30 Tinna Jóhannsdóttir úr Keili. Mynd/Stefán Tinna Jóhannsdóttir úr Keili lék best á þriðja deginum á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli. Tinna lék þriðja hringinn á pari í dag, jafnaði vallarmetið og vann upp fimm högg á Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur úr GR. Ólafía hélt samt eins höggs forskoti fyrir lokadaginn en Ólafía hefur verið efst allt mótið. Tinna lék frábærlega í dag (2 undir eftir 16 holur) og var komin í efsta sætið undir lok dagsins. Tinna tapaði hinsvegar tveimur höggum á 17. holu og á sama tíma fékk Ólafía tvo fugla á síðustu þremur holunum og náði því aftur að komast í efsta sætið. Tinna lék á 71 höggi í dag og jafnaði þar með vallarmetið sem Valdís Þóra Jónsdóttir setti í Pro-Am mótinu síðastliðinn mánudag. Signý Arnórsdóttir, félagi Tinnu úr Keili, spilaði einnig vel í dag eða á tveimur höggum yfir pari. Signý er í þriðja sæti þremur höggum á eftir Ólafíu. Nína Björk Geirsdóttir á einnig góða möguleika fyrir lokadaginn en hún er í fórða sæti höggi á eftir Signýju. Staða efstu kvenna á Íslandsmótinu í höggleik fyrir lokadaginn: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +15 2. Tinna Jóhannsdóttir, GK +16 3. Signý Arnórsdóttir, GK +18 4. Nína Björk Geirsdóttir, GKj +20 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +23 6. Þórdís Geirsdóttir, GK +24 7. Berglind Björnsdóttir, GR +25 8. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR +29 9. Helena Árnadóttir, GR +34 10.Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +35 10. Karlotta Einarsdóttir, Nes +35 Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tinna Jóhannsdóttir úr Keili lék best á þriðja deginum á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli. Tinna lék þriðja hringinn á pari í dag, jafnaði vallarmetið og vann upp fimm högg á Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur úr GR. Ólafía hélt samt eins höggs forskoti fyrir lokadaginn en Ólafía hefur verið efst allt mótið. Tinna lék frábærlega í dag (2 undir eftir 16 holur) og var komin í efsta sætið undir lok dagsins. Tinna tapaði hinsvegar tveimur höggum á 17. holu og á sama tíma fékk Ólafía tvo fugla á síðustu þremur holunum og náði því aftur að komast í efsta sætið. Tinna lék á 71 höggi í dag og jafnaði þar með vallarmetið sem Valdís Þóra Jónsdóttir setti í Pro-Am mótinu síðastliðinn mánudag. Signý Arnórsdóttir, félagi Tinnu úr Keili, spilaði einnig vel í dag eða á tveimur höggum yfir pari. Signý er í þriðja sæti þremur höggum á eftir Ólafíu. Nína Björk Geirsdóttir á einnig góða möguleika fyrir lokadaginn en hún er í fórða sæti höggi á eftir Signýju. Staða efstu kvenna á Íslandsmótinu í höggleik fyrir lokadaginn: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR +15 2. Tinna Jóhannsdóttir, GK +16 3. Signý Arnórsdóttir, GK +18 4. Nína Björk Geirsdóttir, GKj +20 5. Valdís Þóra Jónsdóttir, GL +23 6. Þórdís Geirsdóttir, GK +24 7. Berglind Björnsdóttir, GR +25 8. Hildur Kristín Þorvarðardóttir, GR +29 9. Helena Árnadóttir, GR +34 10.Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO +35 10. Karlotta Einarsdóttir, Nes +35
Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira