Viðskipti innlent

Gervimaður útlönd þáði töluverðar arðgreiðslur

Gervimaður útlönd er meðal þeirra sem mest fengu í arðgreiðslur frá íslenskum fyrirtækjum síðstu árin fyrir hrun eftir því sem segir í Rannsóknarskýrslu Alþingis.

Rannsóknarnefndin skoðaði arðgreiðslur á árunum 2003-2008 en á þeim tíma verða miklar breytingar á þeim. Árið 2003 eru sjö af tíu stærstu arðgreiðendunum sjávarútvegsfyrirtæki en þau hverfa síðan hratt af listanum og í stað þeirra koma fjármálafyrirtæki. Þannig greiddi

Kaupþing til að mynda um 50 milljarða króna í arð á árunum 2006-2008.

Að sama skapi urðu breytingar á þeim sem þáðu arðinn á þessu tímabili. Árið 2003 voru tíu stærstu þiggjendur allir innlendir en þeir voru orðnir sjö af efstu tíu árið 2008 ef svokallaður Gervimaður útlönd er talinn sem einn aðili. Gervimaður útlönd eru þeir eigendur fyrirtækja sem eru erlendis og óþekktir. Samtals þáði Gervimaður útlönd yfir fimm milljarða í arð á árunum 2006-2008.

Tíu stærstu arðþiggjendurnir fengu tæpa 12 milljarða króna samanlagt í greiðslur árið 2003 en árið 2007 voru greiðslurnar rúmlega 150 milljarðar króna til þeirra tíu sem mest þáðu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×