Á samning hjá Dior og DVF 3. júlí 2010 08:15 Aníta Hirlekar segir það ótrúlegt tækifæri að komast á samning hjá stærstu hönnuðum heims. „Það var frekar furðuleg tilfinning að fá símtal frá Christian Dior í Frakklandi sem var að bjóða mér að koma á samning til sín," segir Aníta Hirlekar, 24 ára fatahönnunarnemi frá Akureyri. Aníta lauk nú í vor öðru ári í fatahönnun með áherslu á svokallað print, frá Central Saint Martins skólanum í London. Aníta mun eyða næsta ári á samningum hjá tveimur af stærstu fatahönnunarmerkjum heims. Í ágúst er hún á leið til Frakklands þar sem hún fer á samning hjá Christian Dior. Þar verður hún við hönnun á hátískulínu Dior. Eftir áramótin fer hún svo til Bandaríkjanna þar sem hún fer á samning hjá Diane Von Furstenberg. Þar mun hún starfa í hönnunarstúdíói fyrirtækisins. „Christian Dior hafði samband við skólann minn, því hann er talinn mjög góður skóli, og óskaði eftir nemendum í starfsnám. Við vorum 26 sem sóttum um og 6 komust í viðtal. Ég var sú eina sem fékk samning," segir Aníta, bæði stolt og glöð yfir þeirri staðreynd. Kennarar við skólann voru mjög ánægðir með Anítu þar sem enginn nemandi komst að í fyrra. Kröfur Christian Dior um hæfni nemenda eru mjög miklar og því um mikla viðurkenningu að ræða fyrir Anítu. Aníta dúllaði sér við að hanna og sauma flíkurnar sínar í menntaskóla en ákvað eftir að hún kom til London að þetta væri það sem hún ætlaði að gera að starfsferli sínum. Eftir að Aníta lýkur þriðja ári sínu á samningum, hannar hún útskriftarlínuna sína á fjórða árinu. „Það eru miklar líkur á því að fá vinnu eftir útskrift hjá þeim fyrirtækjum sem maður lýkur samningi hjá þannig að þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir mig." - ls Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Það var frekar furðuleg tilfinning að fá símtal frá Christian Dior í Frakklandi sem var að bjóða mér að koma á samning til sín," segir Aníta Hirlekar, 24 ára fatahönnunarnemi frá Akureyri. Aníta lauk nú í vor öðru ári í fatahönnun með áherslu á svokallað print, frá Central Saint Martins skólanum í London. Aníta mun eyða næsta ári á samningum hjá tveimur af stærstu fatahönnunarmerkjum heims. Í ágúst er hún á leið til Frakklands þar sem hún fer á samning hjá Christian Dior. Þar verður hún við hönnun á hátískulínu Dior. Eftir áramótin fer hún svo til Bandaríkjanna þar sem hún fer á samning hjá Diane Von Furstenberg. Þar mun hún starfa í hönnunarstúdíói fyrirtækisins. „Christian Dior hafði samband við skólann minn, því hann er talinn mjög góður skóli, og óskaði eftir nemendum í starfsnám. Við vorum 26 sem sóttum um og 6 komust í viðtal. Ég var sú eina sem fékk samning," segir Aníta, bæði stolt og glöð yfir þeirri staðreynd. Kennarar við skólann voru mjög ánægðir með Anítu þar sem enginn nemandi komst að í fyrra. Kröfur Christian Dior um hæfni nemenda eru mjög miklar og því um mikla viðurkenningu að ræða fyrir Anítu. Aníta dúllaði sér við að hanna og sauma flíkurnar sínar í menntaskóla en ákvað eftir að hún kom til London að þetta væri það sem hún ætlaði að gera að starfsferli sínum. Eftir að Aníta lýkur þriðja ári sínu á samningum, hannar hún útskriftarlínuna sína á fjórða árinu. „Það eru miklar líkur á því að fá vinnu eftir útskrift hjá þeim fyrirtækjum sem maður lýkur samningi hjá þannig að þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir mig." - ls
Menning Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira