Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson heldur áfram að standa sig vel á Opna austurríska mótinu í golfi.
Birgir er í jafn öðrum í 23. sæti eftir þriðja hringinn sem lék í dag.
Skagamaðurinn lék annan daginn í röð á 69 höggum eða þrem höggum undir pari. Hann er því samtals á fimm höggum undir pari.
Hann er átta höggum á eftir efstu mönnum og vinnur því tæplega mótið. Góður hringur á morgun myndi samt tryggja honum flott sæti og fínan útborgunardag.