Evrópa vann Ryder-bikarinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2010 14:37 Graeme McDowell tryggði Evrópu sigur í Ryder-keppninni. Hér fagnar hann fuglinum mikilvæga á sextándu. Nordic Photos / Getty Images Keppnislið Evrópu vann í dag lið Bandaríkjanna í Ryder-keppninni í golfi með minnsta mögulega mun - fjórtán og hálfum vinningi gegn þrettán og hálfum. Það var Norður-Írinn Graeme McDowell sem tryggði Evrópu sigurinn með því að vinna síðustu viðureignina í einlilðaleiknum, gegn Hunter Mahan. McDowell náði afar mikilvægum fugli á sextándu holu er hann setti niður fimm metra pútt og náði þar með tveggja stiga forystu gegn Mahan þegar tvær holur voru eftir. Hefði Mahan náð að jafna McDowell að stigum og þar með hálfum vinningi hefði niðurstaðan orðið jafntefli, 14-14. En þar sem Bandaríkin er núverandi handhafi titilsins hefði liðið haldið honum með jafntefli. En McDowell tryggði sigurinn á sautjándu holu og út braust gríðarlegur fögnuður meðal leikmanna og stuðningsmanna Evrópuliðsins. Evrópa hóf leikinn í dag með þriggja vinninga forystu og þurftu því fimm og hálfan vinning úr síðustu tólf viðureignunum sem eftir voru þegar keppni hófst. Bandaríska liðið náði hins vegar að jafna metin þegar að Rickie Fowler náði fjórum fuglum á síðustu fjórum holunum í sinni viðureign gegn Edoardo Molinari. Þar með jafnaði hann metin í 13,5-13,5. En sem fyrr segir náði McDowell, sem fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu í ár, að tryggja Evrópuliðinu titilinn með sigri í lokaviðureign keppninnar. Þetta er mikill sigur fyrir Skotann Colin Montgomerie sem var fyrirliði evrópska liðsins í ár. Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Keppnislið Evrópu vann í dag lið Bandaríkjanna í Ryder-keppninni í golfi með minnsta mögulega mun - fjórtán og hálfum vinningi gegn þrettán og hálfum. Það var Norður-Írinn Graeme McDowell sem tryggði Evrópu sigurinn með því að vinna síðustu viðureignina í einlilðaleiknum, gegn Hunter Mahan. McDowell náði afar mikilvægum fugli á sextándu holu er hann setti niður fimm metra pútt og náði þar með tveggja stiga forystu gegn Mahan þegar tvær holur voru eftir. Hefði Mahan náð að jafna McDowell að stigum og þar með hálfum vinningi hefði niðurstaðan orðið jafntefli, 14-14. En þar sem Bandaríkin er núverandi handhafi titilsins hefði liðið haldið honum með jafntefli. En McDowell tryggði sigurinn á sautjándu holu og út braust gríðarlegur fögnuður meðal leikmanna og stuðningsmanna Evrópuliðsins. Evrópa hóf leikinn í dag með þriggja vinninga forystu og þurftu því fimm og hálfan vinning úr síðustu tólf viðureignunum sem eftir voru þegar keppni hófst. Bandaríska liðið náði hins vegar að jafna metin þegar að Rickie Fowler náði fjórum fuglum á síðustu fjórum holunum í sinni viðureign gegn Edoardo Molinari. Þar með jafnaði hann metin í 13,5-13,5. En sem fyrr segir náði McDowell, sem fagnaði sigri á opna bandaríska meistaramótinu í ár, að tryggja Evrópuliðinu titilinn með sigri í lokaviðureign keppninnar. Þetta er mikill sigur fyrir Skotann Colin Montgomerie sem var fyrirliði evrópska liðsins í ár.
Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira