Foreldrar Madeleine McCann eru að hefja undirskriftarsöfnun til að þrýsta á yfirvöld í Bretlandi og í Portúgal að skoða að nýju gögn sem snerta rannsókn á máli hennar.
Þau vonast til þess að það geti leitt til þess að ný lögreglurannsókn verði hafin á hvarfi litlu stelpunnar. Madeleine hvarf á hótelherbergi í Portúgal fyrir þremur og hálfu ári.
Kate and Gerry McCann saka heimavarnarráðherrann, Theresa May, um innihaldslaust tal þegar að hún lofar því að aðstoða við leit að litlu stelpunni. Lítið hafi verið um aðgerðir.
Foreldrar Maddie vilja nýja lögreglurannsókn
Jón Hákon Halldórsson skrifar
