Auðunn Jónsson úr Breiðabliki vann silfurverðlaun á Norðurlandameistaramótinu í kraftlyftingum í yfirþungavigt þar sem takast á menn sem eru yfir 125 kg.
Auðunn vann einnig bronsverðlaun í stigakeppni allra karlakeppnisflokka mótsins.
Auðunn lyfti 380 kg. í hnébeygju – 255 kg. í bekkpressu – og 320 kg. í réttstöðulyftu sem gerir 955 kg. í samanlögðu.
Þá átti Auðunn góðar tilraunir við Íslandsmet í hnébeygju, 395 kg, og 272,5 kg. í bekkpressu. Auðunn átti við veikindi að stríða síðustu tvær vikur og því fór sem fór.
Sigurvegari í yfirþungavigt varð Kenneth Sandvik frá Finnlandi með heil 1030 kg. í samanlögðu.