Mikil ábyrgð Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. nóvember 2010 06:00 Þrátt fyrir alla grænu, endurnýjanlegu orkuna sem við erum svo dugleg að segja útlendingum frá er Ísland í hópi þeirra landa sem losa mest af gróðurhúsalofttegundum á mann og brenna mestri olíu. Ástæðnanna er að leita bæði í aðstæðum okkar og lífsstíl. Við rekum óvenjulega stóran fiskiskipaflota, eigum mörg farskip og millilandaflugvélar. Færri þjóðir eiga stærri eða eyðslusamari bílaflota miðað við mannfjölda og við ökum langar vegalengir í strjálbýlu landi. Veðrið hefur svo kannski eitthvað með það að gera að við gerum minna af því að ganga, hjóla og taka strætó en margar frænd- og nágrannaþjóðir. Þótt útblástur frá Íslandi vegi kannski ekki þungt í heildarlosun heimsbyggðarinnar, ber hvert ríki - og raunar hver einstaklingur - sína ábyrgð á loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ábyrgð hvers Íslendings er býsna mikil. Í nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum eru sett metnaðarfull markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og áratugum. Ríkisstjórnin hyggst meðal annars leggja á kolefnisgjald, sem beini orkunotkun frá jarðefnaeldsneyti og yfir í vistvænni orkugjafa. Þá hefur hún samþykkt frumvarp um breytingu á álagningu vörugjalds á bifreiðar, sem mun taka mið af útblæstri og hvetur fólk til að kaupa sparneytna, vistvæna bíla. Ennfremur verða allt að hundrað þúsund krónur af vörugjaldi eldri bíla, sem breytt verður í metanbíla, endurgreitt. Þannig er ætlunin að flýta metanvæðingu bílaflotans. Stefnt er að því að finna fiskiskipaflotanum nýja orkugjafa og tilraunir eru hafnar með vinnslu lífeldsneytis fyrir skipavélar, svo dæmi séu nefnd. Í umræðum um loftslagsmál er oft látið í veðri vaka að aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þýði hömlur á hagvöxt og minni lífsgæði. Þetta var lengi viðkvæðið hjá bandarískum stjórnvöldum, sem töldu að hömlur á losun myndu koma niður á atvinnulífi Bandaríkjamanna, til dæmis bílaiðnaðinum, og að kjör almennings kynnu að skerðast við það að þurfa að kaupa sér neyzlugrennri bíla og eyða minna rafmagni í loftkælingu. Viðhorfin vestra eru reyndar byrjuð að breytast. Margir átta sig á því að nauðsyn þess að draga saman útblástur eiturlofttegunda er drifkraftur þróunar og nýsköpunar, sem skapar hagvöxt. Það sama á að sjálfsögðu við hér. Ríkisstjórnin hyggst nú styðja við rannsóknir og nýsköpun í loftslagsmálum í auknum mæli. Mörg sprotafyrirtæki vinna að orkusparandi og vistvænni tækni. Hún getur skapað störf og orðið útflutningsvara, rétt eins og þekking Íslendinga á sviði jarðhita. Verkefnisstjórnin, sem gerði aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, telur að óvíða séu meiri möguleikar til bindingar kolefnis úr loftinu með skógrækt og landgræðslu en hér á landi. Í þeim verkefnum, sem eru hluti af áætluninni, felast líka tækifæri til að auka landgæði Íslands og þar með lífsgæði þjóðarinnar. Í loftslagsmálunum höfum við flest að vinna og litlu að tapa. Við eigum að axla þá ábyrgð, sem okkur ber. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun
Þrátt fyrir alla grænu, endurnýjanlegu orkuna sem við erum svo dugleg að segja útlendingum frá er Ísland í hópi þeirra landa sem losa mest af gróðurhúsalofttegundum á mann og brenna mestri olíu. Ástæðnanna er að leita bæði í aðstæðum okkar og lífsstíl. Við rekum óvenjulega stóran fiskiskipaflota, eigum mörg farskip og millilandaflugvélar. Færri þjóðir eiga stærri eða eyðslusamari bílaflota miðað við mannfjölda og við ökum langar vegalengir í strjálbýlu landi. Veðrið hefur svo kannski eitthvað með það að gera að við gerum minna af því að ganga, hjóla og taka strætó en margar frænd- og nágrannaþjóðir. Þótt útblástur frá Íslandi vegi kannski ekki þungt í heildarlosun heimsbyggðarinnar, ber hvert ríki - og raunar hver einstaklingur - sína ábyrgð á loftslagsbreytingum af mannavöldum. Ábyrgð hvers Íslendings er býsna mikil. Í nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum eru sett metnaðarfull markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum og áratugum. Ríkisstjórnin hyggst meðal annars leggja á kolefnisgjald, sem beini orkunotkun frá jarðefnaeldsneyti og yfir í vistvænni orkugjafa. Þá hefur hún samþykkt frumvarp um breytingu á álagningu vörugjalds á bifreiðar, sem mun taka mið af útblæstri og hvetur fólk til að kaupa sparneytna, vistvæna bíla. Ennfremur verða allt að hundrað þúsund krónur af vörugjaldi eldri bíla, sem breytt verður í metanbíla, endurgreitt. Þannig er ætlunin að flýta metanvæðingu bílaflotans. Stefnt er að því að finna fiskiskipaflotanum nýja orkugjafa og tilraunir eru hafnar með vinnslu lífeldsneytis fyrir skipavélar, svo dæmi séu nefnd. Í umræðum um loftslagsmál er oft látið í veðri vaka að aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda þýði hömlur á hagvöxt og minni lífsgæði. Þetta var lengi viðkvæðið hjá bandarískum stjórnvöldum, sem töldu að hömlur á losun myndu koma niður á atvinnulífi Bandaríkjamanna, til dæmis bílaiðnaðinum, og að kjör almennings kynnu að skerðast við það að þurfa að kaupa sér neyzlugrennri bíla og eyða minna rafmagni í loftkælingu. Viðhorfin vestra eru reyndar byrjuð að breytast. Margir átta sig á því að nauðsyn þess að draga saman útblástur eiturlofttegunda er drifkraftur þróunar og nýsköpunar, sem skapar hagvöxt. Það sama á að sjálfsögðu við hér. Ríkisstjórnin hyggst nú styðja við rannsóknir og nýsköpun í loftslagsmálum í auknum mæli. Mörg sprotafyrirtæki vinna að orkusparandi og vistvænni tækni. Hún getur skapað störf og orðið útflutningsvara, rétt eins og þekking Íslendinga á sviði jarðhita. Verkefnisstjórnin, sem gerði aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar, telur að óvíða séu meiri möguleikar til bindingar kolefnis úr loftinu með skógrækt og landgræðslu en hér á landi. Í þeim verkefnum, sem eru hluti af áætluninni, felast líka tækifæri til að auka landgæði Íslands og þar með lífsgæði þjóðarinnar. Í loftslagsmálunum höfum við flest að vinna og litlu að tapa. Við eigum að axla þá ábyrgð, sem okkur ber.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun