Viðskipti innlent

Björgólfur bar vitni eftir fréttaflutning Stöðvar 2

Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, bar vitni hjá rannsóknarnefnd Alþingis á síðasta föstudag, tveimur dögum eftir fréttaflutning Stöðvar 2 um að hann hefði ekki verið boðaður til yfirheyrslu af nefndinni.

Björgólfur hafði áður sent gögn um starfsemi bankans til rannsóknarnefndarinnar að eigin frumkvæði. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum bar Björgólfur svo vitni á föstudagsmorgninum síðasta.

Þá hafa allir stjórnarformenn bankanna verið yfirheyrðir. Bankastjórar Landsbankans, Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson, voru einnig yfirheyrðir af nefndinni.

Skýrslan á að koma út þann 1. febrúar og er um 1500 blaðsíðu að lengd. Þegar hefur nefndin rætt við yfir 140 einstaklinga vegna málsins auk þess hún hefur viðað að sér ógrynni af upplýsingum um hrunið.

Í greinagerð með lögum um nefndina er áréttað að athugasemdir nefndarinnar um brot á vanrækslu takið aðeins til opinberra starfsmanna en ekki bankamanna. Þá er ábyrgð stjórnarmanna bankanna takmörkuð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×