Svala Björgvins bloggar um tísku 23. júní 2010 12:00 Söngkonan Svala Björgvinsdóttir heldur úti skemmtilegu tískubloggi þar sem hún fjallar um allt milli himins og jarðar. Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hóf nýverið að blogga og heldur nú úti stórskemmtilegu tískubloggi þar sem hún fjallar um tísku, kvikmyndir, tónlist og annað tískutengt efni. Svala hefur bloggað í nokkrar vikur og segir það skemmtilega iðju. „Ég blogga nokkuð oft enda tek ég tölvuna með mér nánast hvert sem ég fer. Það er hægt að tengjast Netinu eiginlega alls staðar í Los Angeles og það tekur mig ekki langan tíma að skrifa eina færslu. Ég er svolítið manísk þannig að þegar ég byrja á einhverju sem ég hef mikinn áhuga á þá er ekki hægt að stoppa mig," útskýrir Svala. Hún segist sjálf skoða tískublogg reglulega og er að mestu hætt að kaupa tískublöð því nú sé hægt að nálgast allar nýjustu tískufréttirnar á netinu. „Tískublogg eru tískublöð dagsins í dag. Þar er hægt að fylgjast með tískusýningum og öllu því nýjasta sem er að gerast í tískuheiminum." Aðspurð segir Svala tískuáhugann alltaf hafa verið til staðar og hefur hún meðal annars saumað sín eigin föt allt frá því hún var í gagnfræðiskóla. „Tónlist og tíska hafa alltaf verið mínar ástríður. Ég hef safnað gömlum hönnunarflíkum sem ég kaupi á eBay en ég hef líka verið dugleg að þræða markaði um allan heim. En ég vil ekki eyða miklum peningum í föt enda er það óþarfi. Ég er sparsamur fatafíkill," segir söngkonan glaðlega. Hægt er að skoða bloggið hennar Svölu á slóðinni killakali.tumblr.com. - sm Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir hóf nýverið að blogga og heldur nú úti stórskemmtilegu tískubloggi þar sem hún fjallar um tísku, kvikmyndir, tónlist og annað tískutengt efni. Svala hefur bloggað í nokkrar vikur og segir það skemmtilega iðju. „Ég blogga nokkuð oft enda tek ég tölvuna með mér nánast hvert sem ég fer. Það er hægt að tengjast Netinu eiginlega alls staðar í Los Angeles og það tekur mig ekki langan tíma að skrifa eina færslu. Ég er svolítið manísk þannig að þegar ég byrja á einhverju sem ég hef mikinn áhuga á þá er ekki hægt að stoppa mig," útskýrir Svala. Hún segist sjálf skoða tískublogg reglulega og er að mestu hætt að kaupa tískublöð því nú sé hægt að nálgast allar nýjustu tískufréttirnar á netinu. „Tískublogg eru tískublöð dagsins í dag. Þar er hægt að fylgjast með tískusýningum og öllu því nýjasta sem er að gerast í tískuheiminum." Aðspurð segir Svala tískuáhugann alltaf hafa verið til staðar og hefur hún meðal annars saumað sín eigin föt allt frá því hún var í gagnfræðiskóla. „Tónlist og tíska hafa alltaf verið mínar ástríður. Ég hef safnað gömlum hönnunarflíkum sem ég kaupi á eBay en ég hef líka verið dugleg að þræða markaði um allan heim. En ég vil ekki eyða miklum peningum í föt enda er það óþarfi. Ég er sparsamur fatafíkill," segir söngkonan glaðlega. Hægt er að skoða bloggið hennar Svölu á slóðinni killakali.tumblr.com. - sm
Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Fleiri fréttir Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira