Viðhald jarðganga fram yfir ný Steinunn Stefánsdóttir skrifar 6. ágúst 2010 06:00 Í ljós hefur komið að Hvalfjarðargöngin standast ekki þær öryggiskröfur sem gerðar eru til jarðganga í Evrópu. Þetta er mat samtaka evrópskra bifreiðaeigenda sem báru saman og mátu öryggi 26 jarðganga í 13 löndum Evrópu. Í þeim samanburði lentu Hvalfjarðargöngin á botninum. Það er aldrei gaman að vera á botninum og um það báru viðbrögð Spalarmanna og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vitni. Þeir þóttust vita betur en útlendingarnir, gagnrýndu aðferðir þeirra og lýstu sig jafnvel ósammála niðurstöðunum. Niðurstöðurnar eru enda sláandi, falleinkunn og staðsetning ganganna á botninum sem lökustu göng af þeim 26 sem skoðuð voru. Niðurstöðurnar verður vissulega að skoða af yfirvegun því Róm er ekki byggð á einni nóttu. Að sama skapi má afneitunin ekki heldur taka völdin eins og því miður vill oft brenna við þegar fundið er að og komist að þeirri niðurstöðu að úrbóta sé þörf. Gera verður ráð fyrir að sömu skoðunaraðferðir hafi verið viðhafðar í öllum göngunum 26 sem metin voru. Því liggur það fyrir að af þeim 26 göngum eru Hvalfjarðargöng lökust út frá öryggissjónarmiðum. Við það verður ekki unað. Þetta þýður afdráttarlaust að gera verður úrbætur og það hið allra fyrsta. Vissulega eru mörg samgönguverkefni brýn. Brýnast hlýtur þó að vera að koma mikið nýttum umferðarmannvirkjum, eins og Hvalfjarðargöngin eru, í það horf að viðunandi geti talist. Vegagerðin hefur gert áætlun um úrbætur á þeim jarðgöngum sem nú eru í notkun á landinu. Samkvæmt henni þarf að gera verulegar úrbætur á þrennum göngum, þar á meðal Hvalfjarðargöngum, og minniháttar úrbætur á þrennum til viðbótar. Áætlað var að verkefnið kostaði einn milljarð króna og að því yrði lokið árið 2014. Vegna óvissu um fjárframlög frá ríkinu er óvíst hvort áætlunin gangi eftir. Öll mannvirki eru börn síns tíma. Svo er einnig um samgöngumannvirki en þegar um er að ræða jarðgöng þá hlýtur að teljast ákaflega brýnt að þau standist öryggiskröfur. Því hljóta úrbætur á öryggi jarðganga að vera forgangsverkefni, og þá ekki síst Hvalfjarðarganganna svo fjölfarin sem þau eru. Vonandi verður horft til niðurstaðna evrópsku rannsóknarinnar og þær hafðar til hliðsjónar við forgangsröðun samgönguverkefna á þeim fjársveltu árum sem ljóst er að fram undan eru. Til dæmis hlýtur að koma til greina að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að koma öryggismálum eldri ganga í horf sem sómi er að áður en ráðist er í gerð nýrra ganga. Hrepparígurinn svokallaði hefur sett allt of mikið mark á umræðuna um forgangsröðun samgönguframkvæmda hér á landi. Fram hjá því verður auðvitað ekki litið að samgöngur geta skipt sköpum um lífvænleika lítilla byggðarlaga. Hitt er jafnljóst að aldrei má slaka á öryggiskröfum þegar samgöngumannvirki eru annars vegar. Því hlýtur öryggissjónarmiðið að ganga fyrir þegar forgangsraðað er í samgönguframkvæmdum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun
Í ljós hefur komið að Hvalfjarðargöngin standast ekki þær öryggiskröfur sem gerðar eru til jarðganga í Evrópu. Þetta er mat samtaka evrópskra bifreiðaeigenda sem báru saman og mátu öryggi 26 jarðganga í 13 löndum Evrópu. Í þeim samanburði lentu Hvalfjarðargöngin á botninum. Það er aldrei gaman að vera á botninum og um það báru viðbrögð Spalarmanna og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vitni. Þeir þóttust vita betur en útlendingarnir, gagnrýndu aðferðir þeirra og lýstu sig jafnvel ósammála niðurstöðunum. Niðurstöðurnar eru enda sláandi, falleinkunn og staðsetning ganganna á botninum sem lökustu göng af þeim 26 sem skoðuð voru. Niðurstöðurnar verður vissulega að skoða af yfirvegun því Róm er ekki byggð á einni nóttu. Að sama skapi má afneitunin ekki heldur taka völdin eins og því miður vill oft brenna við þegar fundið er að og komist að þeirri niðurstöðu að úrbóta sé þörf. Gera verður ráð fyrir að sömu skoðunaraðferðir hafi verið viðhafðar í öllum göngunum 26 sem metin voru. Því liggur það fyrir að af þeim 26 göngum eru Hvalfjarðargöng lökust út frá öryggissjónarmiðum. Við það verður ekki unað. Þetta þýður afdráttarlaust að gera verður úrbætur og það hið allra fyrsta. Vissulega eru mörg samgönguverkefni brýn. Brýnast hlýtur þó að vera að koma mikið nýttum umferðarmannvirkjum, eins og Hvalfjarðargöngin eru, í það horf að viðunandi geti talist. Vegagerðin hefur gert áætlun um úrbætur á þeim jarðgöngum sem nú eru í notkun á landinu. Samkvæmt henni þarf að gera verulegar úrbætur á þrennum göngum, þar á meðal Hvalfjarðargöngum, og minniháttar úrbætur á þrennum til viðbótar. Áætlað var að verkefnið kostaði einn milljarð króna og að því yrði lokið árið 2014. Vegna óvissu um fjárframlög frá ríkinu er óvíst hvort áætlunin gangi eftir. Öll mannvirki eru börn síns tíma. Svo er einnig um samgöngumannvirki en þegar um er að ræða jarðgöng þá hlýtur að teljast ákaflega brýnt að þau standist öryggiskröfur. Því hljóta úrbætur á öryggi jarðganga að vera forgangsverkefni, og þá ekki síst Hvalfjarðarganganna svo fjölfarin sem þau eru. Vonandi verður horft til niðurstaðna evrópsku rannsóknarinnar og þær hafðar til hliðsjónar við forgangsröðun samgönguverkefna á þeim fjársveltu árum sem ljóst er að fram undan eru. Til dæmis hlýtur að koma til greina að skoða hvort ekki sé skynsamlegt að koma öryggismálum eldri ganga í horf sem sómi er að áður en ráðist er í gerð nýrra ganga. Hrepparígurinn svokallaði hefur sett allt of mikið mark á umræðuna um forgangsröðun samgönguframkvæmda hér á landi. Fram hjá því verður auðvitað ekki litið að samgöngur geta skipt sköpum um lífvænleika lítilla byggðarlaga. Hitt er jafnljóst að aldrei má slaka á öryggiskröfum þegar samgöngumannvirki eru annars vegar. Því hlýtur öryggissjónarmiðið að ganga fyrir þegar forgangsraðað er í samgönguframkvæmdum.