Erfiður dagur fyrir Víglund eftir ævistarf hjá BM Vallá 17. maí 2010 18:52 Eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins, BM Vallá, var tekið til gjaldþrotaskipta í dag. Stjórnarformaðurinn Víglundur Þorsteinsson hefur starfað við félagið í hálfa öld og sér nú á bak ævistarfinu. Öll fyrirtæki sem eitthvað kveður að í steypuiðnaði á Íslandi hafa nú lent í þroti. BM Vallá var hins vegar stærst þeirra, var með um fimmhundruð manns í vinnu og tíu milljarða króna veltu þegar best lét á árinu 2007. Starfsemi félagsins teygði sig yfir víðtækt svið byggingariðnaðar en vegna samdráttar hafði starfsmönnum fækkað niður í tvöhundruð. Félagið hefur verið í greiðslustöðvun undanfarna þrjá mánuði meðan stjórnendur þess, undir forystu Víglundar Þorsteinssonar, hafa freistað þess að semja við lánveitendur. Arion banki hafnaði hins vegar nauðasamningum og krafðist gjaldþrotaskipta. Víglundur kveðst vilja segja það hreint og skýrt að það hafi verið faglegur munur á vinnubrögðum, annarsvegar Lýsingar og Landsbanka, og hins vegar Arion banka, sem ekki hafi verið í faglegum vinnubrögðum. Með afstöðu sinni segir hann ráðamenn Arion banka valda óþarfa tjóni. Þeir hafi tekið huglausu og léttu ákvörðunina, en ekki ábyrga afstöðu. Þetta á endanum valdi þeim og öllum kröfuhöfum óþarfa tjóni. Hann segir gengishrun krónunnar meginástæðu gjaldþrotsins enda hafi fyrirtæki eins BM Vallá almennt verið fjármögnuð með erlendum lánum. Ef það eigi að endurreisa framleiðsluatvinnuvegina í landinu sé augljóst að það verði að afskrifa skuldir þessara fyrirtækja. Annars rísi þessi framleiðsla ekki upp að nýju. Fyrir Víglund Þorsteinsson, sem stýrt hefur BM Vallá um áratugaskeið, eru þetta þáttaskil. "Fyrst kom ég hérna fyrir fimmtíu árum," segir Víglundur. "Þannig að þetta er ævistarfið," og viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að fara í Héraðsdóm í dag og óska eftir gjaldþrotaskiptum. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins, BM Vallá, var tekið til gjaldþrotaskipta í dag. Stjórnarformaðurinn Víglundur Þorsteinsson hefur starfað við félagið í hálfa öld og sér nú á bak ævistarfinu. Öll fyrirtæki sem eitthvað kveður að í steypuiðnaði á Íslandi hafa nú lent í þroti. BM Vallá var hins vegar stærst þeirra, var með um fimmhundruð manns í vinnu og tíu milljarða króna veltu þegar best lét á árinu 2007. Starfsemi félagsins teygði sig yfir víðtækt svið byggingariðnaðar en vegna samdráttar hafði starfsmönnum fækkað niður í tvöhundruð. Félagið hefur verið í greiðslustöðvun undanfarna þrjá mánuði meðan stjórnendur þess, undir forystu Víglundar Þorsteinssonar, hafa freistað þess að semja við lánveitendur. Arion banki hafnaði hins vegar nauðasamningum og krafðist gjaldþrotaskipta. Víglundur kveðst vilja segja það hreint og skýrt að það hafi verið faglegur munur á vinnubrögðum, annarsvegar Lýsingar og Landsbanka, og hins vegar Arion banka, sem ekki hafi verið í faglegum vinnubrögðum. Með afstöðu sinni segir hann ráðamenn Arion banka valda óþarfa tjóni. Þeir hafi tekið huglausu og léttu ákvörðunina, en ekki ábyrga afstöðu. Þetta á endanum valdi þeim og öllum kröfuhöfum óþarfa tjóni. Hann segir gengishrun krónunnar meginástæðu gjaldþrotsins enda hafi fyrirtæki eins BM Vallá almennt verið fjármögnuð með erlendum lánum. Ef það eigi að endurreisa framleiðsluatvinnuvegina í landinu sé augljóst að það verði að afskrifa skuldir þessara fyrirtækja. Annars rísi þessi framleiðsla ekki upp að nýju. Fyrir Víglund Þorsteinsson, sem stýrt hefur BM Vallá um áratugaskeið, eru þetta þáttaskil. "Fyrst kom ég hérna fyrir fimmtíu árum," segir Víglundur. "Þannig að þetta er ævistarfið," og viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að fara í Héraðsdóm í dag og óska eftir gjaldþrotaskiptum.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira