Feldberg órafmögnuð í íslenskri ljósmyndabúð í London 6. maí 2010 08:00 Hljómsveitin Feldberg spilaði í ljósmyndaverslun Höddu Hreiðarsdóttur í Soho-hverfinu í London. Mynd/Stefán Karlsson Hljómsveitin Feldberg er nýkomin heim frá London þar sem hún tók þátt í kynningarpartíi fyrir safnplötuna Kitsuné Maison Compilation 9 sem er nýkomin út á vegum franska fyrirtækisins Kitsuné Maison. Þar er að finna lagið Dreamin" af fyrstu plötu Feldberg sem kom út fyrir jól. Hljómsveitin notaði tækifærið og spilaði á nokkrum tónleikum í London, þar á meðal órafmagnað í ljósmyndabúðinni Lomography í Soho-hverfinu. Hún er í eigu Höddu Hreiðarsdóttur og er eina búð sinnar tegundar í London. Benni Hemm Hemm hefur áður stigið þar á svið. „Þetta var voða kósí búð í hjarta Soho. Það var svolítið öðruvísi að spila þarna en samt skemmtilegt," segir Einar Tönsberg, annar helmingur Feldberg. Hljómsveitin er aftur á leiðinni til Bretlands því í næstu viku spilar hún á tónlistarhátíðinni The Great Escape í borginni Brighton. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Við spilum á skemmtilegu sviði og okkur líst mjög vel á þetta," segir Einar. Yfir 350 flytjendur koma fram á hátíðinni, sem hefur verið haldin við góðar undirtektir frá árinu 2006. Boðskapur Feldberg breiðist víðar út, því plata dúettsins kemur út í Japan 9. júní hjá sama útgáfufélagi og gaf út síðustu tvær plötur Ebergs, sólóverkefnis Einars. - fb Hér má sjá nýtt Feldberg-myndband við lagið Sleepy sem hönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson leikstýrði á dögunum. Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Feldberg er nýkomin heim frá London þar sem hún tók þátt í kynningarpartíi fyrir safnplötuna Kitsuné Maison Compilation 9 sem er nýkomin út á vegum franska fyrirtækisins Kitsuné Maison. Þar er að finna lagið Dreamin" af fyrstu plötu Feldberg sem kom út fyrir jól. Hljómsveitin notaði tækifærið og spilaði á nokkrum tónleikum í London, þar á meðal órafmagnað í ljósmyndabúðinni Lomography í Soho-hverfinu. Hún er í eigu Höddu Hreiðarsdóttur og er eina búð sinnar tegundar í London. Benni Hemm Hemm hefur áður stigið þar á svið. „Þetta var voða kósí búð í hjarta Soho. Það var svolítið öðruvísi að spila þarna en samt skemmtilegt," segir Einar Tönsberg, annar helmingur Feldberg. Hljómsveitin er aftur á leiðinni til Bretlands því í næstu viku spilar hún á tónlistarhátíðinni The Great Escape í borginni Brighton. „Þetta verður mjög skemmtilegt. Við spilum á skemmtilegu sviði og okkur líst mjög vel á þetta," segir Einar. Yfir 350 flytjendur koma fram á hátíðinni, sem hefur verið haldin við góðar undirtektir frá árinu 2006. Boðskapur Feldberg breiðist víðar út, því plata dúettsins kemur út í Japan 9. júní hjá sama útgáfufélagi og gaf út síðustu tvær plötur Ebergs, sólóverkefnis Einars. - fb Hér má sjá nýtt Feldberg-myndband við lagið Sleepy sem hönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson leikstýrði á dögunum.
Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira