Business.dk: Ísland gæti orðið efnahagslegt svarthol 5. janúar 2010 13:21 „Ákvörðunin gæti steypt Íslandi niður í efnahagslegt svarthol," segir m.a. í umfjöllun á vefsíðunni business.dk um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að hafna Icesave frumvarpinu. Fyrirsögnin á frétt business.dk um málið er eitthvað á þá leið að Ísland gæti endað sem fjárhagslegur útkjálki í heiminum (finansparia).Fréttin hefst á þessum orðum: „Höfnun Íslands á að standa við bankaskuldir sínar í Bretlandi og Hollandi gætu sent landið á svarta listann. Matsfyrirtæki munu lækka lánshæfismat landsins og gera því mjög erfitt með að afla sér nýs lánsfjár."Tekið er fram í fréttinni að matsfyrirtækið Standard & Poors hafi þegar gefið til kynna að það muni lækka lánshæfismat Íslands. Á sama tíma eru uppi vangaveltur um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni kannski stoppa frekari lán sín til Íslands.Rætt er við Moritz Kraemer hjá Standard & Poors sem nýlega staðfesti lánshæfi Íslands og breytti um leið horfum úr neikvæðum í stöðugar. Kraemer segir að samþykkt Icasave frumvarpsins hefði aukið við skuldir Íslands. Á móti hefði komið að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði opnað fyrir frekari lánveitingar frá Norðurlöndunum upp á um rúmlega 400 milljarða kr.Fram kemur í fréttinni að þessi niðurstaða í Icesave muni væntanlega þýða það að Bretar og Hollendingar verði mótfallnir frekari aðstoð við Ísland. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Ákvörðunin gæti steypt Íslandi niður í efnahagslegt svarthol," segir m.a. í umfjöllun á vefsíðunni business.dk um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands að hafna Icesave frumvarpinu. Fyrirsögnin á frétt business.dk um málið er eitthvað á þá leið að Ísland gæti endað sem fjárhagslegur útkjálki í heiminum (finansparia).Fréttin hefst á þessum orðum: „Höfnun Íslands á að standa við bankaskuldir sínar í Bretlandi og Hollandi gætu sent landið á svarta listann. Matsfyrirtæki munu lækka lánshæfismat landsins og gera því mjög erfitt með að afla sér nýs lánsfjár."Tekið er fram í fréttinni að matsfyrirtækið Standard & Poors hafi þegar gefið til kynna að það muni lækka lánshæfismat Íslands. Á sama tíma eru uppi vangaveltur um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni kannski stoppa frekari lán sín til Íslands.Rætt er við Moritz Kraemer hjá Standard & Poors sem nýlega staðfesti lánshæfi Íslands og breytti um leið horfum úr neikvæðum í stöðugar. Kraemer segir að samþykkt Icasave frumvarpsins hefði aukið við skuldir Íslands. Á móti hefði komið að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefði opnað fyrir frekari lánveitingar frá Norðurlöndunum upp á um rúmlega 400 milljarða kr.Fram kemur í fréttinni að þessi niðurstaða í Icesave muni væntanlega þýða það að Bretar og Hollendingar verði mótfallnir frekari aðstoð við Ísland.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira