Hamilton nærri því að hætta 2009 8. mars 2010 11:00 Lewis Hamilton spáði í að hætta í fyrra eftir mistök í spjalli við dómarra mótsins í Ástralíu. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton sagði breskum fjölmiðlamönnum í morgun að hann hefði verið nálægt því að hætta í Formúlu 1 árið 2009, eftir að hann var tekið á beinið fyrir að brjóta af sér og segja ósatt í fyrsta móti ársins í fyrra. Ólafur Guðmundsson var meðal dómara sem ræddi við Hamilton eftir atvik í brautinni. "Mér leið um tíma eins og ég ætti ekki heima í þessari íþrótt. Ég er hjá draumaliðinu og langar ekki að keyra með neinum öðrum. Ég hafði því ekki áhuga á að yfirgefa liðið, heldur íþróttina. Ég hef aldrei haft áhuga á að keyra fyrir annað lið. En um stund fannst mér allt yfirþyrmandi", sagði Hamilton. "Ég fékk mikinn stuðning frá fjölskyldunni, liðinu og áhugamönnum og mörg merkileg bréf frá fólki og fannst allir gefa mér annan sjéns. Ég elska að keppa, en stundum er erfitt að mæta erfiðleikum. Ég var neikvæður í nokkra mánuði en áttaði mig á því að það voru ekki allir neikvæðir í minn garð, þó mér finndist það kannski stundum. "Ég mun ekki lenda í þessari aðstöðu aftur. Þetta er svipað og ef hundur bítur þig. Þú vilt ekki að það gerist aftur. Ég hef verið bitinn einu sinni og hef ekki trú á að það sama gerist aftur." "Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég hef alltaf elskað þessa íþrótt. Elska að sigra og á réttan hátt. Heiðarleiki er það sem skiptir mestu máli", sagði Hamilton. Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton sagði breskum fjölmiðlamönnum í morgun að hann hefði verið nálægt því að hætta í Formúlu 1 árið 2009, eftir að hann var tekið á beinið fyrir að brjóta af sér og segja ósatt í fyrsta móti ársins í fyrra. Ólafur Guðmundsson var meðal dómara sem ræddi við Hamilton eftir atvik í brautinni. "Mér leið um tíma eins og ég ætti ekki heima í þessari íþrótt. Ég er hjá draumaliðinu og langar ekki að keyra með neinum öðrum. Ég hafði því ekki áhuga á að yfirgefa liðið, heldur íþróttina. Ég hef aldrei haft áhuga á að keyra fyrir annað lið. En um stund fannst mér allt yfirþyrmandi", sagði Hamilton. "Ég fékk mikinn stuðning frá fjölskyldunni, liðinu og áhugamönnum og mörg merkileg bréf frá fólki og fannst allir gefa mér annan sjéns. Ég elska að keppa, en stundum er erfitt að mæta erfiðleikum. Ég var neikvæður í nokkra mánuði en áttaði mig á því að það voru ekki allir neikvæðir í minn garð, þó mér finndist það kannski stundum. "Ég mun ekki lenda í þessari aðstöðu aftur. Þetta er svipað og ef hundur bítur þig. Þú vilt ekki að það gerist aftur. Ég hef verið bitinn einu sinni og hef ekki trú á að það sama gerist aftur." "Ég veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég hef alltaf elskað þessa íþrótt. Elska að sigra og á réttan hátt. Heiðarleiki er það sem skiptir mestu máli", sagði Hamilton.
Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira