Bara ef ljótan væri algild Sólveig Gísladóttir skrifar 20. september 2010 10:17 Mannkynið á í sífelldum metingi um hver eigi stærsta og flottasta bílinn, fallegasta heimilið, mikilfenglegustu fjöllin, hreinustu orkuna og fallegustu konurnar. Metingurinn fylgir okkur í daglegu lífi, við berum okkur saman við vinnufélagana, fólkið á götunni og nágrannana. Það verður til þess að við högum lífi okkar oft á allt annan máta en við myndum kannski innst inni kjósa.Það er þetta með fegurðina og okkur konurnar. Sumir segja að fegurðin komi að innan, aðrir telja að slíkt segi aðeins ljótar konur. Hvað sem því líður þurfum við konurnar að leggja heilmikið á okkur til að standast kröfurnar sem gerðar eru í samfélaginu. Við þurfum að vera smekklega til fara, setja upp andlitið og ekki gleyma að brosa perluhvítum tönnum. Sjálf er ég yfirleitt óttalega tætingsleg. Líður best í heimabuxum með ógreitt hár. Þannig nennti ég varla í myndatöku fyrir þennan pistil því það þýddi að ég þyrfti að hafa mig til. Því er ekki að furða að mér þyki fjalla- og hestaferðir sérstaklega heillandi. Þar get ég verið eins og mér sýnist og allir í kringum mig eru ámóta druslulegir. Spóka sig jafnvel í föðurlandinu í fjallaskálum án þess að neitt þyki að því. því þótti mér leitt að heyra eina vinkonu mína segja um daginn að hún treysti sér ekki í sveitaferð því henni þætti hún alltaf svo ljót í slíkum ferðum. Er þá ekki fokið í flest skjól ef maður má ekki einu sinni vera haldinn ljótunni í náttúrunni? Samt sem áður er ég vel meðvituð um að verða að fylgja hinum samfélagslegu reglum. Ég fer ekki í heimabuxum í vinnuna, ég reyni að setja upp andlitið áður en ég fer í Kringluna og fer hjá mér ef ég fer í joggingbuxunum út í matvörubúð og hitti gamla kunningjakonu, sérstaklega ef viðkomandi er sjálf mjög vel til höfð. Ég rifjaði upp skemmtilegan brandara á dögunum. "Góði guð, gerðu mig granna. Ef ekki, gerðu þá vinkonur mínar feitar." Kannski er það draumur minn að allar konur verði haldnar ljótunni dag hvern svo ég geti verið eins og mér líður best. Þá gætum við líka hætt að metast og farið að sinna því sem máli skiptir eins og vinskap, fjölskyldu og hver veit, jafnvel uppbyggingu atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Gísladóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun
Mannkynið á í sífelldum metingi um hver eigi stærsta og flottasta bílinn, fallegasta heimilið, mikilfenglegustu fjöllin, hreinustu orkuna og fallegustu konurnar. Metingurinn fylgir okkur í daglegu lífi, við berum okkur saman við vinnufélagana, fólkið á götunni og nágrannana. Það verður til þess að við högum lífi okkar oft á allt annan máta en við myndum kannski innst inni kjósa.Það er þetta með fegurðina og okkur konurnar. Sumir segja að fegurðin komi að innan, aðrir telja að slíkt segi aðeins ljótar konur. Hvað sem því líður þurfum við konurnar að leggja heilmikið á okkur til að standast kröfurnar sem gerðar eru í samfélaginu. Við þurfum að vera smekklega til fara, setja upp andlitið og ekki gleyma að brosa perluhvítum tönnum. Sjálf er ég yfirleitt óttalega tætingsleg. Líður best í heimabuxum með ógreitt hár. Þannig nennti ég varla í myndatöku fyrir þennan pistil því það þýddi að ég þyrfti að hafa mig til. Því er ekki að furða að mér þyki fjalla- og hestaferðir sérstaklega heillandi. Þar get ég verið eins og mér sýnist og allir í kringum mig eru ámóta druslulegir. Spóka sig jafnvel í föðurlandinu í fjallaskálum án þess að neitt þyki að því. því þótti mér leitt að heyra eina vinkonu mína segja um daginn að hún treysti sér ekki í sveitaferð því henni þætti hún alltaf svo ljót í slíkum ferðum. Er þá ekki fokið í flest skjól ef maður má ekki einu sinni vera haldinn ljótunni í náttúrunni? Samt sem áður er ég vel meðvituð um að verða að fylgja hinum samfélagslegu reglum. Ég fer ekki í heimabuxum í vinnuna, ég reyni að setja upp andlitið áður en ég fer í Kringluna og fer hjá mér ef ég fer í joggingbuxunum út í matvörubúð og hitti gamla kunningjakonu, sérstaklega ef viðkomandi er sjálf mjög vel til höfð. Ég rifjaði upp skemmtilegan brandara á dögunum. "Góði guð, gerðu mig granna. Ef ekki, gerðu þá vinkonur mínar feitar." Kannski er það draumur minn að allar konur verði haldnar ljótunni dag hvern svo ég geti verið eins og mér líður best. Þá gætum við líka hætt að metast og farið að sinna því sem máli skiptir eins og vinskap, fjölskyldu og hver veit, jafnvel uppbyggingu atvinnulífsins.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun