Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR leiðir á Íslandsmótinu í golfi í kvennaflokki eftir fyrsta hringinn í Kiðjabergi.
Ólafía Þórunn lék á 73 höggum og er með þriggja högga forskot á Berglindi Björnsdóttur.
Ólafía fékk tvo fugla á hringnum í dag. Hún fékk einnig tvo skolla og svo einn tvöfaldan skolla.
Íslandsmeistarinn Valdís Þóra Jónsdóttir og og Þórdís Geirsdóttir eru síðan jafnar í þriðja sæti en þær léku á 77 höggum í dag.