Fékk 800 milljóna yfirdrátt fyrir skíðaskála í júlí 2008 29. apríl 2010 05:00 Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson. Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Chalet ehf., fékk 800 milljóna króna yfirdráttarlán í hjá Glitni í júlí 2008 fyrir kaupum á skíðasetri í Frakklandi. Þetta var eitt síðasta lánið sem aðili tengdur Baugi fékk í íslensku bönkunum fyrir hrun, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Raunar kemur einnig fram í skýrslunni að Glitnir flokkaði Ingibjörgu Pálmadóttur og félög hennar ekki sem tengda aðila við Gaum og Baug, ólíkt hinum bönkunum. Ef bankinn hefði gert það hefði hann farið yfir hið lögbundna hámark um áhættuskuldbindingar sem kveður á um að einungis megi lána einni samstæðu fjórðung af eiginfé. Skíðaskálinn í Courchevel í frönsku Ölpunum var metinn á 28 milljónir evra, eða um 3,4 milljarða króna, að því er segir í fundargerð áhættunefndar Glitnis frá 27. ágúst 2008. Yfirtökuverðið var hins vegar rúmar átján milljónir evra, eða 2,3 milljarðar króna. Önnur skammtímafjármögnun átti að koma frá Landsbankanum og langtímafjármögnunin frá Fortis banka. Skíðaskálinn var annar tveggja á svæðinu í eigu Baugsfjölskyldunnar. Hinn var smærri og keyptur á rúmar 10 milljónir evra. Stærri skálinn, sem rann síðar til BG Denmark, dótturfélags Baugs, var hluti af allsherjarskuldauppgjöri á milli Baugs og Gaums haustið 2008. Skiptastjóri þrotabús Baugs hefur höfðað riftunarmál vegna þessa uppgjörs og krefst endurgreiðslu frá Gaumi upp á sex milljarða. Í uppgjörinu var félagið BG Denmark verðlagt miðað við eina innborgun Baugs vegna skálans, í stað þess að félagið hafi verið verðlagt sem heild með öllum eignum og skuldum. Bæði hafi skálinn verið undirverðlagður og aðrar eignir BG Denmark auk þess ekki metnar með. Þrotabú Baugs á hins vegar tilkall til söluvirðis smærri skálans, þegar hann loks selst. Riftunarmálið vegna uppgjörssamningsins er eitt sex dómsmála sem þrotabú Baugs hefur höfðað. Þeirra stærst er riftunarmál vegna sölunnar á Högum til 1998 ehf., þar sem búið krefst þess að ráðstöfun helmings kaupverðsins, eða fimmtán milljarða, verði rift. Alls vill skiptastjórinn rifta gjörningum fyrir ríflega 22 milljarða. stigur@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, 101 Chalet ehf., fékk 800 milljóna króna yfirdráttarlán í hjá Glitni í júlí 2008 fyrir kaupum á skíðasetri í Frakklandi. Þetta var eitt síðasta lánið sem aðili tengdur Baugi fékk í íslensku bönkunum fyrir hrun, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Raunar kemur einnig fram í skýrslunni að Glitnir flokkaði Ingibjörgu Pálmadóttur og félög hennar ekki sem tengda aðila við Gaum og Baug, ólíkt hinum bönkunum. Ef bankinn hefði gert það hefði hann farið yfir hið lögbundna hámark um áhættuskuldbindingar sem kveður á um að einungis megi lána einni samstæðu fjórðung af eiginfé. Skíðaskálinn í Courchevel í frönsku Ölpunum var metinn á 28 milljónir evra, eða um 3,4 milljarða króna, að því er segir í fundargerð áhættunefndar Glitnis frá 27. ágúst 2008. Yfirtökuverðið var hins vegar rúmar átján milljónir evra, eða 2,3 milljarðar króna. Önnur skammtímafjármögnun átti að koma frá Landsbankanum og langtímafjármögnunin frá Fortis banka. Skíðaskálinn var annar tveggja á svæðinu í eigu Baugsfjölskyldunnar. Hinn var smærri og keyptur á rúmar 10 milljónir evra. Stærri skálinn, sem rann síðar til BG Denmark, dótturfélags Baugs, var hluti af allsherjarskuldauppgjöri á milli Baugs og Gaums haustið 2008. Skiptastjóri þrotabús Baugs hefur höfðað riftunarmál vegna þessa uppgjörs og krefst endurgreiðslu frá Gaumi upp á sex milljarða. Í uppgjörinu var félagið BG Denmark verðlagt miðað við eina innborgun Baugs vegna skálans, í stað þess að félagið hafi verið verðlagt sem heild með öllum eignum og skuldum. Bæði hafi skálinn verið undirverðlagður og aðrar eignir BG Denmark auk þess ekki metnar með. Þrotabú Baugs á hins vegar tilkall til söluvirðis smærri skálans, þegar hann loks selst. Riftunarmálið vegna uppgjörssamningsins er eitt sex dómsmála sem þrotabú Baugs hefur höfðað. Þeirra stærst er riftunarmál vegna sölunnar á Högum til 1998 ehf., þar sem búið krefst þess að ráðstöfun helmings kaupverðsins, eða fimmtán milljarða, verði rift. Alls vill skiptastjórinn rifta gjörningum fyrir ríflega 22 milljarða. stigur@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira