Hinn sextugi Bandaríkjamaður, Tom Watson, mun aldrei aftur taka þátt á Opna breska meistaramótinu í golfi.
Watson lék annan daginn á 75 höggum og komst ekki í gegnum niðurskurðinn að þessu sinni.
Watson vann mótið fimm sinnum á sínum ferli en aldrei tókst honum að vinna á St. Andrews en völlurinn er oft kallaður Gamla konan.
"Hún var nakin á föstudag en setti upp boxhanskana og lamdi okkur af alefli," sagði sá gamli.
Watson var ekki fjarri því að vinna þetta mót í fyrra. Þá endaði hann í umspili gegn Stewart Cink en varð að láta í minni pokann eftir að hafa orðið úrvinda af þreytu.