Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. febrúar 2011 09:00 Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. AP Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. Fyrir sigurinn fékk Donald um 160 milljónir kr. í verðlaunafé. Þetta er fyrsti sigur Donald í Bandaríkjunum frá árinu 2006 en margir voru farnir að efast um að hann gæti blandað sér í baráttuna um efstu sæti heimslistans. Donald byrjaði gríðarlega vel gegn Kaymer í úrslitaleiknum sem fór fram við undarlegar aðstæður í eyðimörkinni í Arizona þar sem að haglél og kaldir vindar voru í aðalhlutverki að þessu sinni. Kaymer náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum með árangri sínum en hann velti Lee Westwood úr efsta sætinu. Donald sýndi styrk sinn á þessu móti en hann lék m.a. aldrei 18 brautina á keppnisvellinum þar sem hann var ávallt búinn að sigra mótherja sína áður. Donald er nú í þriðja sæti heimslistans og Tiger Woods er í því fimmta en hann féll úr keppni í strax í fyrstu umferð. Norður-Írinn Graeme McDowell er í því fjórða. Eins og áður segir hafði Donald ekki sigrað á golfmóti frá árinu 2006 en hinn 33 ára gamli Donald hafði aldrei sigrað áður á heimsmótaröðinni. Heimsmótið í holukeppni fór fram í 13. sinn en úrslitaleikurinn var aðeins 18 holur en úrslitaleikirnir hafa ávallt verið 36 holur. Veðrið setti keppnishaldið úr skorðum og voru kylfingarnir vel klæddir í vetrarveðrinu. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. Fyrir sigurinn fékk Donald um 160 milljónir kr. í verðlaunafé. Þetta er fyrsti sigur Donald í Bandaríkjunum frá árinu 2006 en margir voru farnir að efast um að hann gæti blandað sér í baráttuna um efstu sæti heimslistans. Donald byrjaði gríðarlega vel gegn Kaymer í úrslitaleiknum sem fór fram við undarlegar aðstæður í eyðimörkinni í Arizona þar sem að haglél og kaldir vindar voru í aðalhlutverki að þessu sinni. Kaymer náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum með árangri sínum en hann velti Lee Westwood úr efsta sætinu. Donald sýndi styrk sinn á þessu móti en hann lék m.a. aldrei 18 brautina á keppnisvellinum þar sem hann var ávallt búinn að sigra mótherja sína áður. Donald er nú í þriðja sæti heimslistans og Tiger Woods er í því fimmta en hann féll úr keppni í strax í fyrstu umferð. Norður-Írinn Graeme McDowell er í því fjórða. Eins og áður segir hafði Donald ekki sigrað á golfmóti frá árinu 2006 en hinn 33 ára gamli Donald hafði aldrei sigrað áður á heimsmótaröðinni. Heimsmótið í holukeppni fór fram í 13. sinn en úrslitaleikurinn var aðeins 18 holur en úrslitaleikirnir hafa ávallt verið 36 holur. Veðrið setti keppnishaldið úr skorðum og voru kylfingarnir vel klæddir í vetrarveðrinu.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira