Sport

Ragna selur fisk á Facebook

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ragna Ingólfsdóttir.
Ragna Ingólfsdóttir.
Það er ekki alltaf auðvelt að vera afreksmaður í íþróttum á Íslandi enda styrkir af afar naumum skammti. Það þekkir ein fremsta íþróttakona landsins, Ragna Ingólfsdóttir, afar vel.

Þó svo hún hafi lengi verið í fremstu röð og náð góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi þarf hún að hafa mikið fyrir því að taka þátt í mótum erlendis.

Fram undan hjá Rögnu er að taka þátt í heimsmeistaramóti landsliða í Kína. Mótið fer fram í maí. Badmintonsambandið á greinilega engan pening til þess að hjálpa landsliðsfólkinu því það þarf að borga alla ferðina úr eigin vasa.

Ragna deyr ekki ráðalaus og er nú farin að selja ýsu til þess að safna fé fyrir ferðinni til Kína. Hefur Ragna brugðið á það ráð að auglýsa fjáröflunina á Facebook meðal annars.

Ragna er að selja 5 kg af ýsu á 7.500 krónur en um er að ræða fyrsta flokks, roðlausa og beinlausa ýsu á lægra kílóverði en gengur og gerist.

Þeir sem vilja styrkja Rögnu og gera góð kaup í leiðinni geta sett sig í samband við hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×