Íslenskur aðall Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 23. febrúar 2011 14:45 Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju ég sé svona yfirmáta stoltur af því að vera Íslendingur. Fljótlega bárust böndin að náttúrufegurðinni en ég komst þó fljótt að því að ekki dugði hún ein til, enda vita allir að hið mesta hyski getur búið á fallegu bæjarstæði í faðmi fallegra fjalla. Stoltið er heldur engin vísitala sem flýgur eða fellur eftir því hvernig löndum mínum gengur á stórmótum eða þá Eurovision. Eina leiðin til að útskýra þetta stolt er að minnast á fólk sem allir þekkja. Þegar ég var á ferð með Vilhelm ljósmyndara rákumst við einu sinni á Ragnar Bjarnason, einn okkar albesta söngvara. Það sem ljósmyndarinn sagði eftir þann fund lýsir Ragnari vel. „Ég hef oft myndað einhver smástirni sem láta rigna svo í nefið á sér að ég þarf næstum því neðansjávarmyndavél til að ná myndum af þeim. Svo mætir maður Ragga, sem hefur verið „Karlinn" í fimmtíu ár, og hann er ekkert nema strákalætin og auðmýktin." Sennilega hefur enginn Íslendingur haft jafn uppörvandi áhrif á sjálfsvirðingu Íslendinga og frú Vigdís Finnbogadóttir. Þegar ég var ungur kom hún til Bíldudals og kyssti styttuna af Muggi og sagðist alltaf hafa haft yndi af góðum listamönnum. Þá vissi ég ekki að hátt sett fólk ætti svo hlýtt látleysi til. Reisnin sem fylgir þessari konu er ekki til komin af hégóma heldur einhverju sem ekki er af þessum heimi. Í ríkjandi stjórnarfari líður örugglega ekki á löngu uns atgervi manna eins og Karls Ágústs Úlfssonar og Ómars Ragnarssonar verður sett í umhverfismat. Það hlýtur að vera til marks um hæfileikaríka þjóð að taka tilveru slíkra manna sem sjálfsögðum hlut. Líklega hefur engum öðrum en Arthúri Björgvin Bollasyni tekist að reisa menn frá dauðum sem torfan hefur geymt í þúsund ár. Ég kemst ekki hjá því að hugsa um Arthúr þegar ég glugga í Njálu. Hver þremillinn, pistillinn er á enda og ég hef ekkert minnst á Jón Kr. Ólafsson, Rósu Ingólfsdóttur, Vilborgu Dagbjartsdóttur, Ólaf Stefánsson, lýðræðiselskan forseta Ólaf Ragnar Grímsson né Jónas Jónasson. Jæja, það verður að hafa það en ég er sem sagt stoltur af því að koma frá landi þar sem svona fólk vex úr grasi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju ég sé svona yfirmáta stoltur af því að vera Íslendingur. Fljótlega bárust böndin að náttúrufegurðinni en ég komst þó fljótt að því að ekki dugði hún ein til, enda vita allir að hið mesta hyski getur búið á fallegu bæjarstæði í faðmi fallegra fjalla. Stoltið er heldur engin vísitala sem flýgur eða fellur eftir því hvernig löndum mínum gengur á stórmótum eða þá Eurovision. Eina leiðin til að útskýra þetta stolt er að minnast á fólk sem allir þekkja. Þegar ég var á ferð með Vilhelm ljósmyndara rákumst við einu sinni á Ragnar Bjarnason, einn okkar albesta söngvara. Það sem ljósmyndarinn sagði eftir þann fund lýsir Ragnari vel. „Ég hef oft myndað einhver smástirni sem láta rigna svo í nefið á sér að ég þarf næstum því neðansjávarmyndavél til að ná myndum af þeim. Svo mætir maður Ragga, sem hefur verið „Karlinn" í fimmtíu ár, og hann er ekkert nema strákalætin og auðmýktin." Sennilega hefur enginn Íslendingur haft jafn uppörvandi áhrif á sjálfsvirðingu Íslendinga og frú Vigdís Finnbogadóttir. Þegar ég var ungur kom hún til Bíldudals og kyssti styttuna af Muggi og sagðist alltaf hafa haft yndi af góðum listamönnum. Þá vissi ég ekki að hátt sett fólk ætti svo hlýtt látleysi til. Reisnin sem fylgir þessari konu er ekki til komin af hégóma heldur einhverju sem ekki er af þessum heimi. Í ríkjandi stjórnarfari líður örugglega ekki á löngu uns atgervi manna eins og Karls Ágústs Úlfssonar og Ómars Ragnarssonar verður sett í umhverfismat. Það hlýtur að vera til marks um hæfileikaríka þjóð að taka tilveru slíkra manna sem sjálfsögðum hlut. Líklega hefur engum öðrum en Arthúri Björgvin Bollasyni tekist að reisa menn frá dauðum sem torfan hefur geymt í þúsund ár. Ég kemst ekki hjá því að hugsa um Arthúr þegar ég glugga í Njálu. Hver þremillinn, pistillinn er á enda og ég hef ekkert minnst á Jón Kr. Ólafsson, Rósu Ingólfsdóttur, Vilborgu Dagbjartsdóttur, Ólaf Stefánsson, lýðræðiselskan forseta Ólaf Ragnar Grímsson né Jónas Jónasson. Jæja, það verður að hafa það en ég er sem sagt stoltur af því að koma frá landi þar sem svona fólk vex úr grasi.