Eins manns mat Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. febrúar 2011 11:35 Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú þriðja sinni gengið gegn vilja lýðræðislega kjörins Alþingis og synjað lögum staðfestingar. Icesave-lögunum, sem meira en tveir þriðjuhlutar þingmanna studdu, taldi forseti nauðsynlegt að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu, með rökum sem eru heimasmíðuð á Bessastöðum. Áður en núverandi forseti tók við embætti töldu margir fræðimenn, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson stjórnmálafræðiprófessor, að 26. grein stjórnarskrárinnar væri dauður bókstafur; forseti myndi ekki ganga gegn vilja Alþingis. Sumir töldu þó að 26. greinin gæti verið "öryggisventill", þannig að forsetinn gæti gripið inn í ef þingræðið væri beinlínis hætt að virka og lýðræðið í hættu. Þannig umgengst Ólafur Ragnar hins vegar ekki stjórnarskrárákvæðið, heldur virðist hann líta svo á að með því sé einum manni falið að leggja á það sitt persónulega mat, hvort mál eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki. Þetta er hæpin túlkun þótt hún kunni að standast bókstaf stjórnarskrárinnar. Og það er hæpið að halda því fram, eins og forsetinn gerði í gær, að það hafi verið einhver þjóðarvilji er lýðveldi var stofnað 1944, að einn maður gæti ákveðið hvort þjóðin ætti að fá að taka beinan þátt í ákvörðunum um löggjöf. Þjóðinni var efst í huga að slíta sambandinu við Dani. Stjórnarskrána, sem smíðuð var með hraði, átti að endurskoða bráðlega. Það hefur enn ekki orðið. Ef það á að verða reglan að forseti geti, samkvæmt sínu persónulega mati, ákveðið að ganga gegn vilja þingsins og vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu, verða ríkisstjórn og Alþingi að vera undir það búin að fara í samningaviðræður við forsetann, áður en reynt verður að koma umdeildum málum í gegnum þingið. Þar með er hann orðinn pólitískur gerandi, en ekki það sameiningartákn sem fólki fannst einu sinni að forsetinn ætti að vera. Ákvörðun forsetans gerir enn brýnna en áður að setja í stjórnarskrá og lög skýrar reglur um hvenær þjóðaratkvæðagreiðslur skuli fara fram, hverjir geti krafizt þess og hversu margir, hvernig undirskriftasafnanir fara fram og hvers konar mál geta farið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í flestum ríkjum, þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru algengar, yrði Icesave-málið til dæmis ekki talið vel til þess fallið að þjóðin greiddi um það atkvæði. Þó er varla við öðru að búast nú en að þjóðin komist að sömu, ábyrgu niðurstöðu og þingið. Áhættan af Icesave-samningnum er einhver. En niðurstaða í dómsmáli getur orðið íslenzkum skattgreiðendum margfalt dýrari en samningurinn. Að þessu sinni eru kostirnir líkast til skýrir, ólíkt því sem var í atkvæðagreiðslunni um Icesave fyrir tæpu ári. Þá lá fyrir að viðsemjendurnir voru reiðubúnir að gera nýjan og hagstæðari samning. Að segja já við gamla samningnum var því í raun ekki valkostur. Nú er afar ósennilegt að nokkur vilji sé til að gera nýjan samning. Valið stendur um samninginn sem fyrir liggur eða dómsmál. Dráttur á niðurstöðu í málinu skaðar íslenzka hagsmuni enn frekar en orðið er. Þjóðaratkvæðagreiðslu á að halda sem fyrst. Í leiðinni má endurtaka kosningu til stjórnlagaþings, sem fær það verkefni að setja skynsamlegar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun
Ólafur Ragnar Grímsson hefur nú þriðja sinni gengið gegn vilja lýðræðislega kjörins Alþingis og synjað lögum staðfestingar. Icesave-lögunum, sem meira en tveir þriðjuhlutar þingmanna studdu, taldi forseti nauðsynlegt að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu, með rökum sem eru heimasmíðuð á Bessastöðum. Áður en núverandi forseti tók við embætti töldu margir fræðimenn, þar á meðal Ólafur Ragnar Grímsson stjórnmálafræðiprófessor, að 26. grein stjórnarskrárinnar væri dauður bókstafur; forseti myndi ekki ganga gegn vilja Alþingis. Sumir töldu þó að 26. greinin gæti verið "öryggisventill", þannig að forsetinn gæti gripið inn í ef þingræðið væri beinlínis hætt að virka og lýðræðið í hættu. Þannig umgengst Ólafur Ragnar hins vegar ekki stjórnarskrárákvæðið, heldur virðist hann líta svo á að með því sé einum manni falið að leggja á það sitt persónulega mat, hvort mál eigi að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki. Þetta er hæpin túlkun þótt hún kunni að standast bókstaf stjórnarskrárinnar. Og það er hæpið að halda því fram, eins og forsetinn gerði í gær, að það hafi verið einhver þjóðarvilji er lýðveldi var stofnað 1944, að einn maður gæti ákveðið hvort þjóðin ætti að fá að taka beinan þátt í ákvörðunum um löggjöf. Þjóðinni var efst í huga að slíta sambandinu við Dani. Stjórnarskrána, sem smíðuð var með hraði, átti að endurskoða bráðlega. Það hefur enn ekki orðið. Ef það á að verða reglan að forseti geti, samkvæmt sínu persónulega mati, ákveðið að ganga gegn vilja þingsins og vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu, verða ríkisstjórn og Alþingi að vera undir það búin að fara í samningaviðræður við forsetann, áður en reynt verður að koma umdeildum málum í gegnum þingið. Þar með er hann orðinn pólitískur gerandi, en ekki það sameiningartákn sem fólki fannst einu sinni að forsetinn ætti að vera. Ákvörðun forsetans gerir enn brýnna en áður að setja í stjórnarskrá og lög skýrar reglur um hvenær þjóðaratkvæðagreiðslur skuli fara fram, hverjir geti krafizt þess og hversu margir, hvernig undirskriftasafnanir fara fram og hvers konar mál geta farið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í flestum ríkjum, þar sem þjóðaratkvæðagreiðslur eru algengar, yrði Icesave-málið til dæmis ekki talið vel til þess fallið að þjóðin greiddi um það atkvæði. Þó er varla við öðru að búast nú en að þjóðin komist að sömu, ábyrgu niðurstöðu og þingið. Áhættan af Icesave-samningnum er einhver. En niðurstaða í dómsmáli getur orðið íslenzkum skattgreiðendum margfalt dýrari en samningurinn. Að þessu sinni eru kostirnir líkast til skýrir, ólíkt því sem var í atkvæðagreiðslunni um Icesave fyrir tæpu ári. Þá lá fyrir að viðsemjendurnir voru reiðubúnir að gera nýjan og hagstæðari samning. Að segja já við gamla samningnum var því í raun ekki valkostur. Nú er afar ósennilegt að nokkur vilji sé til að gera nýjan samning. Valið stendur um samninginn sem fyrir liggur eða dómsmál. Dráttur á niðurstöðu í málinu skaðar íslenzka hagsmuni enn frekar en orðið er. Þjóðaratkvæðagreiðslu á að halda sem fyrst. Í leiðinni má endurtaka kosningu til stjórnlagaþings, sem fær það verkefni að setja skynsamlegar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun