Liuzzi ráðinn sem ökumaður Hispania 9. mars 2011 15:04 Tonio Liuzzi í bílskýli Hispania í síðasta mánuði. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Tonio Liuzzi frá Ítalíu var í dag staðfestur sem ökumaður Hispania Formúlu 1 liðsins og þar með er búið að fylla öll 24 sæti ökumanna fyrir þetta keppnistímabil. Liuzzi mun aka með Hispania liðinu ásamt Narain Karthikeyan frá Indlandi í fyrsta móti ársins sem verður í Ástralíu 27. mars. "Ég er mjög hamingjusamur að hafa skrifað undir samning við Hispania Racing", sagði Liuzzi í frétt á autosport.com í dag. Hann ók með Force India í fyrra, en missti sæti sitt hjá liðinu, en prófaði síðan bíl Hispania á brautinni í Katalóníu á Spáni í síðasta mánuði. "Ég tapaði aldrei voninni um það að vera í Formúlu 1, þar sem ég er með reynsluna og réttu samsetninguna fyrir ungt og metnaðarfullt lið. Nú taka við ný viðfangsefni og það er spennandi. Þá verður mikil vinna að leiða Hispania í gegnum þróunarvinnu á nýja bíl okkar", sagði Liuzzi. Liuzzi kvaðst ákaflega þakklátur þeim Jose Ramon Carbante og Colin Kolles að færa honum tækifæri um borð í Hispania bíl. Hispania liðið mun afhjúpa nýjan keppnisbíl sinn á Katalóníu brautinni á Spáni á föstudaginn, en Formúlu 1 keppnislið eru við æfingar á brautunni næstu daga Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Tonio Liuzzi frá Ítalíu var í dag staðfestur sem ökumaður Hispania Formúlu 1 liðsins og þar með er búið að fylla öll 24 sæti ökumanna fyrir þetta keppnistímabil. Liuzzi mun aka með Hispania liðinu ásamt Narain Karthikeyan frá Indlandi í fyrsta móti ársins sem verður í Ástralíu 27. mars. "Ég er mjög hamingjusamur að hafa skrifað undir samning við Hispania Racing", sagði Liuzzi í frétt á autosport.com í dag. Hann ók með Force India í fyrra, en missti sæti sitt hjá liðinu, en prófaði síðan bíl Hispania á brautinni í Katalóníu á Spáni í síðasta mánuði. "Ég tapaði aldrei voninni um það að vera í Formúlu 1, þar sem ég er með reynsluna og réttu samsetninguna fyrir ungt og metnaðarfullt lið. Nú taka við ný viðfangsefni og það er spennandi. Þá verður mikil vinna að leiða Hispania í gegnum þróunarvinnu á nýja bíl okkar", sagði Liuzzi. Liuzzi kvaðst ákaflega þakklátur þeim Jose Ramon Carbante og Colin Kolles að færa honum tækifæri um borð í Hispania bíl. Hispania liðið mun afhjúpa nýjan keppnisbíl sinn á Katalóníu brautinni á Spáni á föstudaginn, en Formúlu 1 keppnislið eru við æfingar á brautunni næstu daga
Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira